Laugardagur, 23. janúar 2021
Íslandsbanki og stjórnarskráin
Sjálfstæðisflokkurinn vill selja hluta Íslandsbanka fyrir kosningar og Vinstri grænir breyta hluta stjórnarskrárinnar. Hvor stjórnmálaflokkurinn um sig vill geta sagt við afmarkaða kjósendahópa sjáið, þetta gerðum við.
Í hvorugu tilfellinu er um að ræða brýnt mál eða skýran ávinning. Bankakerfið virkar, þjónustar fólk og fyrirtæki, býr við aðhald, stuðlar að nýjungum og skilar afkomu í takt við hagkerfið í heild. Stjórnarskráin hefur virkað í marga áratugi. Hvers vegna að breyta því sem virkar?
Annar samnefnari er hrunið. Bankakerfið er á forræði ríkisins eftir að einkaframtakið keyrði alla banka landsins í gjaldþrot 2008. Stjórnarskrármálið er á dagskrá sökum þess að ýmsir jaðarhópar samfélagsins, kenndir við búsáhaldabyltingu, sögðu stjórnarskrána ábyrga fyrir hruninu.
Pólitísk mál þurfa að þroskast til að verða hæf til úrskurðar, af eða á. Hvorki salan á Íslandsbanka né stjórnarskrármálið eru nægilega þroskuð í pólitískri umræðu til að vera hæf til ákvarðanatöku. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ættu setja sín hjartans mál neðar í forgangsröðina. Hvorugt málið er þjóðinni kært. Stjórnarflokkar ættu ekki að efna til úlfúðar þegar friður er í boði.
Ekkert ákall frá almenningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gætir þú ekki verið mér sammála um að FORSETAÞINGRÆÐI
myndi henta betur hér á landi (eins og er í frakklandi)
þannig að FORSETI ÍSLANDS þyrfti sjálfur að leggja af stað með stefnurnar í stærstu málunum og síðan að standa eða að falla með þeim.
Myndi vilji þjóðarinnar ekki koma best fram í pólitískum forseta á Bessastöðum; sem að þyrfti þá alltaf að hafa meira en 51% fylgi á bakj við sig?
Jón Þórhallsson, 23.1.2021 kl. 10:25
Það má vel taka undir þá fullyrðingu að ríkisvaldið eigi ekki að vera að vasast í bankarekstri. Hitt er svo annað mál að einkarekstur bankakerfisins reyndist okkur ekki vel, eins og flestir muna. En hvers vegna er bara rætt um þessa tvo kosti?
Það eru til fleiri leiðir, s.s. samfélagsbanka. Nú og svo má líka spyrja sig hvort við, 370.000 hræður, þurfum þrjú stór bankakerfi, hvort ekki megi bara leggja niður Íslandsbanka. Ef málið er að ríkið vanti pening, er sú leið sennilega hagkvæmust.
Svo má örugglega finna fleiri lausnir. Rörsýn stjórnmálamanna er þó bundin þessum tveim kostum. Tími er kominn til að þeir víkki aðeins sjóndeildarhring sinn.
Gunnar Heiðarsson, 23.1.2021 kl. 23:55
Það er skautað fram hjá því sem eina rökræna en það er að sameina Landsbanka og Íslandsbanka, gersamleg óþörf tvöföldun á því sem þeir eru að skilgreina sem vitleysu að reka 2 ríkisbanka.Af hverju ekki bara einn?
Halldór Jónsson, 24.1.2021 kl. 11:31
Það er vissulega einn af mörgum kostum, Halldór.
Gunnar Heiðarsson, 24.1.2021 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.