Fimmtudagur, 21. janúar 2021
Vald, sannleikur og öfgar
Nýir valdhafar búa til nýjan sannleika þegar vafi leikur á um lögmæti valdsins. Í Evrópu á millistríðsárunum komust til valda menn og flokkar sem boðuðu nýjan sannleika. Sama gerðist í Austur-Evrópu eftir seinna stríð. Til forna í Róm urðu keisarar guðir eftir andlátið en í lifanda lífi þegar lögmæti valdanna varð vafasamara.
Nýr forseti Bandaríkjanna boðar nýjan sannleika. Bandaríkin standi frammi fyrir upprisu pólitískra öfga, yfirburðahyggju hvítra, innlendri hryðjuverkaógn, sem við verðum að takast á við, og við munum sigra.
Valdhafi sem þarf nýjan sannleika til að réttlæta völdin er öfgamaður. Samkvæmt skilgreiningu. Sannleikurinn um gamla hvíta karlinn sem sór embættiseið í gær er sá að hann er í stríði við sjálfan sig og meirihluta bandarísku þjóðarinnar. Í senn bæði fáránlegt og grátbroslegt.
Þetta er dagur lýðræðisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel orðað: "... hann er í stríði við sjálfan sig og meirihluta bandarísku þjóðarinnar."
Fyrir mörgum til vinstri var Trump tímabilið martröð en ég held að fyrir mörgum bandaríkjamanninum sé martröðin rétt að byrja.
Rúnar Már Bragason, 21.1.2021 kl. 10:22
Biden er alltaf jafn orðheppinn, eða þannig. Sannleikurinn er alltaf einn, getur hvorki verið úreltur né hægt að boða nýjan. Sannleikur er einfaldlega bara sannleikur.
Þetta minnir nokkuð á nýleg ummæli þessa sama manns, er hann fullyrti í viðtali við fréttamiðil að Demókratar væru búnir að finna pottþétta svindleið í forsetakosningunum, leið sem ekki væri hægt að koma lögum yfir. Hvort hann mismælti sig, sagði eitthvað sem ekki mátti segja eða eitthvað annað, þá er ljóst að þarna fór hann lengra en flokksfélagar vildu. Vel tókst þó að gera lítið úr því, en sagan segir okkur að hann hafði rétt fyrir sér.
Gunnar Heiðarsson, 21.1.2021 kl. 14:24
Mikið rétt Páll!!
Ragnhildur Kolka, 21.1.2021 kl. 15:03
Gunnar, ef ég man rétt sagði Biden að í tíð Obama hafi þeir búið til þessa pottþéttu svindlleið og var þá að tala um kosningar.
Það er eins og þegar hann var að hæla sjálfum sér og sagðist hafa komið því til leiðar að saksóknari í Úkraínu sem var að rannsaka Burisma, fyrirtæki sem sonur hans var stjórnarmaður í, var rekinn af hans tilstilli. Hann hafði hótað forseta Úkraínu að fjármunir sem þeim hafði verið lofað frá USA fengju þeir ekki nema saksóknarinn yrði rekinn innan sex klukkustunda. Og viti menn saksóknarinn var rekinn fyrir það að vinna vinnuna sína.
Hvernig heldur fólk að stjórn hans muni líta út??? hvert verður aðalsmerki þeirra??? ekkert sem sameinar þjóðina þótt hann tali digurbarkalega um að hann ætli sér að gera það.
Það er nefnilega svo merkilegt að stundum dettur sannleikurinn út úr þeim sem ala á lygi.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.1.2021 kl. 15:55
Alveg rétt Páll.
Öll málin sem alþjóðafantarnir boða eru óræðanleg og óskiljanleg. Allt, stórt sem smátt hefur verið ákveðið á æðri stöðum. Samið verður við Íran svo þeir geti látið draum sinn rætast að eyða Ísrael. Biden mun hlýða.
Það er á stefnuskrá hinna alþjóðlegu fanta sem hafa alla stjórnmálamenn í vasanum, að gera dóp í vasa löglegt. Engin veit af hverju en allskonar innantómir frasar eru þuldir upp ásamt gömlum misskilningi.
Dópið mun flæða um samfélagið eins og Kaliforníu með tilheyrandi hruni. Þeir sem samþykkja vitleysuna ímynda sér eitt og annað þægilegt til að komast að þægilegri "niðurstöðu" sem truflar ekki sjálfsmyndina. Það er voða kósi að ímynda sér að fólk geti haft vit fyrir sjálfu sér nema sjúklingar sem vasadópsölumenn á þingi þykjast bera svo mikla umhyggju fyrir. "Við viljum ekki refsa veiku fólki" segja þeir og klappa sér á öxl. Nú, þegar dóp verður í öðrum hvorum vasa á skemmtistað eða í partíi munu margfalt fleiri fá persónulega "sölukynningu" og "salan" mun því margfaldast.
Benedikt Halldórsson, 21.1.2021 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.