Miðvikudagur, 20. janúar 2021
Vondi kallinn og góða fólkið
Trump er farinn og sviðið er góða fólksins. Aðeins á eftir að hreinsa dreggjarnar, segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og endurómar þar Hillary Clinton sem kallaði stuðningsmenn Trump fyrirlitlega.
Úrsúla og Hillary lifa í ævintýraheimi þar sem gott og illt er auðþekkjanlegt eins og svart og hvítt. Vondi kallinn farinn, grýla dauð og við blasir björt veröld ný og fögur.
Veruleiki mannheima er blæbrigðin. Sumt virkar, annað síður, fátt er algott og það alvonda trauðla til. Raunsætt er að velja skásta kostinn af þeim sem í boði eru, sá besti er annað tveggja ekki til eða handan mannlegrar getu.
Góða fólkið sem vill skapa ævintýraveröld í kjötheimi endar alltaf í and-ævintýrinu, - martröðinni.
Fagna því að vinur tekur við af Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú heyrist mér að pólitískar hreinsanir eigi að fylgja til að tryggja "einingu", en eining er í hugum vinstrimanna er að allir deili þeirra skoðunum og hugsjón. MaCarthyismi og hugsanalögregla verður nú meginstef næstu fjögurra ára. Þeim nægir ekki að vinna báðar deildir þingsins og forsetaembættið. Nú skal tryggt að það verði að eilífu. Fenjaskrímslin hafa sigrað og þeim er hefnd í huga. Dystópía Orwells svífur við sjóndeild.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2021 kl. 14:30
Frelsi til orða og æðis verður algert nema þegar annað er tekið fram.Frelsið lemur hér eftir að ofan.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2021 kl. 14:34
Kemur...
Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2021 kl. 14:34
Tek undir með ykkur.
Benedikt Halldórsson, 20.1.2021 kl. 15:07
Helgi Hrafn Pírati dró heldur ekki af sér með dómana yfir Trump. Kannski á maður að taka tillit til sjúkrasögu hans og spítalavistum í stað þess að hneykslast. Hann er þá allavega í góðum félagsskap með Hillary og Úrsúlu og auðvitað dr. Benna og dr.Þorvaldi Gylfasyni sem vita allt um náttúrur Trumps.
Halldór Jónsson, 20.1.2021 kl. 18:06
Einhver hafði orð á því að það væru fleiri í röðinni á klósettið á dæmigerðum útifundi hjá Trump, heldur en þeir sem mættu á vígsluathöfn syfjaða Jóa.
Það var eins gott að þeir skyldu hafa kallað út þessa 25.000 hermenn, fleiri bandaríska hermenn en eru í Sýrlandi, Írak og Afganistan samanlagt. Annars hefði stúkan verið tóm.
Maðurinn gæti ekki laðað flugu að kúamykju og við eigum að trúa því að hann fékk 80 milljón atkvæði? Fleiri en Ronald Reagan, Obama og Trump. Yeah, right.
Theódór Norðkvist, 20.1.2021 kl. 18:53
Hér gleðjast Þjóðar og sjálfstæðis ÞJÓFAR
Óskar Kristinsson, 20.1.2021 kl. 21:14
...Klára fólkið kvartar nú hástöfum....ásamt höfundi.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.1.2021 kl. 21:25
Óskar, meinarðu þeir sem stálu kosningunum í USA og þar með sjálfstæðinu? Hvar er sjálfstæði þjóðar án frjálsra og opinna kosninga?
Sigfús, á hverjum ertu að skeyta skapi þínu? Er það mér að kenna að það mættu tíu manns á vígsluathöfnina?
Theódór Norðkvist, 20.1.2021 kl. 23:54
Það voru víst allir fegnir, sem staddir voru í Capitol Hill í dag, að "Dóni fúli" var þar hvergi nærri.
Hörður Þormar, 21.1.2021 kl. 00:27
Já, þeir voru mjög fegnir - allir þrír.
Hér er annað dæmi um þann litla áhuga sem Biden vekur, þrátt fyrir að hafa fengið flest atkvæði allra forsetaframbjóðenda í sögu Bandaríkjanna. 320.000 áhorf, 14.000 þumlar niður, aðeins 3.600 þumlar upp.
YouTube vorkenndi nýja forsetanum svo mikið (þvert á afstöðu þeirra gegn þeim fyrrverandi) að þeir breyttu stöðu myndbandsins í ólistað og lokuðu fyrir athugasemdir.
Biden Inauguration Video Gets Only 320,000 Views on Official White House YouTube Channel – Comments Turned Off – But Biden Got 81 Million Votes
Eða skoða 80 milljónirnar kannski aldrei YouTube og bara kjósendur Trump? Reyndar hlýtur það að vera þveröfugt, því það er búið að banna alla íhaldssama notendur á YouTube og því ættu bara að vera Demókratar eftir þar.
Theódór Norðkvist, 21.1.2021 kl. 01:51
Þeir geta þá rottað sig saman á túbunni í friði því þeir hafa valið það sem skrattinn bauð þeim!; Greyin hafa prufað allt sem auður þeirra leyfir,en ég las að Trump hamaðist við að eyðileggja það nýjasta þar sem stolin börn eru í haldi, eg ræð hvort ég trui því.
Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2021 kl. 02:21
Ursula von der Leyen er FORSETI framkvæmdastjórnar ESB sem ætlast til að litið sé á fulltrúa ESB sem sendiherra erlends RÍKIS með öllum þeim fríðindum sem því fylgir m.a fríum bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur og áheyrn hjá drotningunni
UK and EU in row over bloc's diplomatic status - BBC News
Grímur Kjartansson, 21.1.2021 kl. 02:28
Setti ranga vefslóð í fyrri athugasemd, frétt um klámmyndaframleiðslu Hunter Bidens, en það var kannski ágætt, þá sér fólk kannski hvers konar viðbjóður er kominn í Hvíta húsið. Hér kemur rétta slóðin.
Biden Inauguration Video Gets Only 320,000 Views on Official White House YouTube Channel – Comments Turned Off – But Biden Got 81 Million Votes
Theódór Norðkvist, 21.1.2021 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.