Frjálslyndi í klóm fasista

Frjálslyndi er hugmyndafræði um frelsi til orða og athafna. Nú virðast frjálslyndir í Bandaríkjunum þeirrar skoðunar að forseti sem fékk yfir 70 milljónir atkvæði, en tapaði þó, sé slík ógn við frjálslyndið að honum og fylgismönnum hans skal úthýst af helsta vettvangi skoðanaskipta, sem eru samfélagsmiðlar.

Enginn getur kallað sig frjálslyndan og stutt útilokun frá frjálsri umræðu. Sá sem segist frjálslyndur en bannar frjáls skoðanaskipti er í mótsögn við sjálfan sig.

Frjálslynd skoðanakúgun er fasismi. Valdahyggjan innifalin í fasisma birtist í ýmsum útgáfum, allt frá rétttrúnaði yfir í helför.

Sjálfsmynd frjálslyndra fasista er í grunninn brengluð. Sá sem er andstæðan við það sem hann segist vera gengur kannski heill til skógar í skilningi geðlækninga en ekki í pólitík.

Fyrirsjáanlega verða þrennar pólitískar meginbreytingar eftir að frjálslyndir fasistar koma úr skápnum og yfirtaka sígilda frjálslyndið. Í fyrsta lagi fækkar þeim sem kenna sig við frjálslyndi. Flest fólk er heilt á geði og býr að meðalgreind. Það lætur ekki hafa sig að fíflum fasista. Í öðru lagi forherðast þeir sem halda í rétttrúnaðinn. Það er eðli öfga að magnast við mótlæti, gildir bæði í pólitík og safnaðarstarfi. Frjálslyndir fasistar leita að svikurum innan eigin raða með tilheyrandi hreinsunum og útskúfun.

Í þriðja lagi eykst viðspyrna gegn frjálslyndum fasistum. Sú viðspyrna mun ekki koma frá hófstilltri miðju, þar sem áður sátu sígildir frjálslyndir. Öfgar ala á öfgum. 

Líklega, og vonandi, er ofmælt að við lifum síðustu daga lýðræðis og mannréttinda. En framundan er illvíg hugmyndabarátta þar sem meginstofn vestrænna stjórnmála síðustu tveggja alda er genginn fyrir ætternisstapa. 


mbl.is Amazon úthýsir vettvangi öfgamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Enginn getur kallað sig frjálslyndan og stutt útilokun frá frjálsri umræðu.

Sá sem segist frjálslyndur en bannar frjáls skoðanaskipti

er í mótsögn við sjálfan sig".

-------------------------------------------------------------------------------------

Það er einmitt það.

Ég legg til að RÚV-netmiðill komi komið sér upp sínu eigin BLOGG-umsjónarsvæði 

með nákvæmlega sama hætti og mogginn er með

til að viðhalda heilbrigðri samkeppni í almannaþjónustu.

Fleiri myndu sjálfsagt stinga niður penna ef að slíkt svæði væri algerlaga HLUTLAUST.

Jón Þórhallsson, 11.1.2021 kl. 08:42

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég virðist t.d. bara geta komið mínum skoðunum á framfæri á annara manna bloggsíðum eins og ég geri hér; en það virðist ennþá vera lokað fyrir báðar mínar blogg-síður þannig að ég get ekki haldið úti mínu eigin bloggi:

https://nyja-testamentid.blog.is/blog_closed.html

Jón Þórhallsson, 11.1.2021 kl. 09:39

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Frjálslindir vinstrimenn hafa nú opinberað sig sem harðvítuga fasista. Þeir eru nú komnir út úr skápnum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.1.2021 kl. 09:48

4 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Það er viðtekin skilgreining persónulegs frelsis að það búi við þá takmörkun að ógna ekki frelsi næsta manns. Persónulegu frelsi fylgir þannig ábyrgð og hana nokkuð stóra.  Á þeim grundvelli er t.d. óheimilt að bera merki nazista í Þýskalandi tala opinberlega fyrir skoðunum og stefnu þeirra.
Trump æsti til árásar á sjálfar höfuðstöðvar lýðræðisins í sínu landi og þar af leiðandi virti hann ekki þá ábyrgð og þau mörk sem frelsi hans fylgdi.

Þórhallur Pálsson, 11.1.2021 kl. 10:24

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég veit ekki til þess að ég hafi haldið á lofti merki nasista á mínum síðum; n samt er lokað fyrir minn KRISTNA BOÐSKAP.

Jón Þórhallsson, 11.1.2021 kl. 10:41

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þórhallur hvað var það sem Trump sagði sem olli því að ráðist var á þinghúsið???

Hvernig var það á síðastliðnu ári þegar demókratar neituðu að fordæma Antifa og BLM þegar þeir gengu berserksgang víða í Bandaríkjunum, en þá sögðu demókratar það vera eðlilegt framferði þessara afla. Hræsnin sem þarna er á ferðinni er ekki einleikin. Forusta demókrata hegðar sér eins og fasistar og kannski eru þeim einmitt það, fasistar, athafnir þeirra nú sýna það svo glöggt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.1.2021 kl. 11:12

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Tómas! Ég var gáttuð þegar eg las ath.semd Þórhallar.Það er virkileg andstyggð hvernig fjálslindir fara með sannleikann og nái þeir völdum vitum við hvað til okkar (og afkomanda) friðar heyrir. 

Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2021 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband