Trump mótsögnin og lýðurinn

Vinstrimenn og frjálslyndir létu finna fyrir sér í bandarískum borgum á liðnu ár, brenndu hús og börðu fólk. Líklega er það einhver útgáfa hægrimanna sem tók hús á Þinghól höfuðborgar lands þeirra frjálsu og huguðu. Óþarfi að hafa áhyggjur af lögreglunni, það er búið að leggja hana niður, ef ekki á borði þá í orði. Annað hvort er lög og regla eða ekki. Lýðurinn þolir ekki tvöföld skilaboð.

Lýðræði er ekki sterkara en almenningurinn - lýðurinn - sem það á að þjóna. Menningarstríð í hálfa öld tekur sinn toll. Sjálfsmynd lýðsins er lík svaðinu í Woodstock sumarið 1969.

Hippakynslóðin tök völdin í Bandaríkjunum með kjöri Bill Clinton 1992. Bush yngri, Obama og Trump eru af sömu kynslóð, Obama þó tæplega, verður sextugur í ár. Með þessari kynslóð fylgdi ótæpt frjálslyndi sem varð í senn agalaust og alltumlykjandi eftir fall Sovétríkjanna ári áður en Clinton var kjörinn. 

Allsráðandi hugmyndastefna kafnar í eigin hroka. Fall Sovétríkjanna er útskýrt með innbyrðis mótsögnum. Alræði öreiganna var í raun fámennisstjórn kommissara. Fall Bandaríkjanna verður útskýrt  með orðalagi hippa. Þjóðmenning sem trúir að líffræðileg kyn séu ekki tvö heldur þrjú, fimm eða sjö en ætlar samt að breyta heiminum að sinni fyrirmynd (Írak, Sýrland og Úkraína) er á sýru. Þegar víman rennur af er kveikt í Þinghól. Ekki af vandalisma heldur sjálfshatri. Bandaríska þjóðin þolir ekki smettið á sjálfri sér.

Forsetatíð Donald Trump 2017-2021 átti að stöðva sýrutrippið. Trump kallaði heim frá útlöndum bæði herinn og framleiðslustörfin. Vinstrimenn og frjálslyndir brjáluðust, sögðu forsetann leiksopp Pútín í Rússíá og stofnuðu til þingrannsóknar á forsetakjörinu 2016. Lögmæti kosninga er aðeins viðurkennt við ,,rétt" úrslit. Lýðurinn þolir ekki tvöföld skilaboð.   

Bandaríkin eru sem lýðræðisríki komin að fótum fram. Kannski að Eyjólfur hressist um hríð undir gamla hippanum Biden og úkraínsku vina hans. Uppþotið á Þinghól i janúar 2021 er hiksti. Kommúnisminn fékk hiksta með innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968, ári fyrir Woodstock, en kafnaði ekki fyrr en með falli Berlínarmúrsins tveim áratugum síðar. Hiksti síðan hrun. 


mbl.is Biden: „Ekki mótmæli heldur uppreisn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Bandaríkin standa á krossgötum og Evrópa sömuleiðis. Góð var setning þín í einhverjum nýlegum pistli þess efnis að fjölmenningin hefði gengið sér til húðar. Hún útskýrir þetta sem er að gerast. Jafnvel vinstrimenn vakna upp við það að fjölmenning, lýðræði, jafnrétti og mannréttindi, það getur annað búið að baki orðunum. Stofnanavaldið getur orðið sjálfstætt og breytt þessum hugtökum í andhverfu sína, eins og í Sovétríkjunum sálugu. 

Alltaf tekst vinstrimönnum að komast til valda með að selja fólki hugmyndina um fyrirmyndarríki, útópíu. Samt ætti reynslan að sýna að slíkt gengur ekki upp. Hægrimenn komast varla upp með það lengur. 

Ég held að Biden og Harris hafi fengið svolítið fleiri atkvæði í kosningunum, (ég er ekki alveg viss um svindlið, það er mögulegt í ljósi póstkosinganna og kosningavélanna rafrænu) vegna þess að heift vinstrimanna var orðin svo mikil að stuðningsmenn Trumps sem eru jarðbundnari í eðli sínu hafi einmitt verið farnir að óttast þetta, að borgarastyrjöld væri í vændum, og að skárra væri þá að henda atkvæðinu á óvininn, Joe Biden og Kamölu Harris.

Heiftin gegn Trump var óeðlileg. Hún á sér sálræna skýringu, að sannleikanum verður hver sárreiðastur, og sárt var fyrir vinstrimenn að átta sig á því að Trump yrði ekki sigraður auðveldlega og að fjölmenningin byggist á spillingu. 

Ingólfur Sigurðsson, 7.1.2021 kl. 08:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Páll.

Eiginlega það besta sem ég hef lesið miðað við orðafjölda, um skýringar þess hvernig komið er fyrir þeim þarna vestra.

Það er allavega gjá þarna og hún verður ekki brúuð með því að menn standa sitt hvorum meginn við hana og ulla framan í hvorn annan.

Hver byrjaði stælana má guð vita, en það er broslegt að sjá þá fordæma sem sjálfir reyndu að vefengja síðustu úrslit, og úrslitin þar á undan sem féllu ekki þeim í hag.

Síðan er gaman að sjá þá sem hvöttu múginn til að ráðast á lögreglu sem varði Alþingi, hneykslast núna, á mun friðsamara fólki.

Veldur sem heldur en það er greinilega ekki sama hver heldur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2021 kl. 08:31

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fyndið að sjá BLM kvarta yfir að ekki hafi verið beitt nógu mikilli hörku við mótmælendurna í gær. Sérstaklega þegar komið hefur í ljós að 4 létust þar af einn skotinn til bana af lögreglu

Grímur Kjartansson, 7.1.2021 kl. 09:44

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikið er nú gott að fá að vita að þetta skuli vera Clinton að kenna, og kannski bara þeim hjónum báðum svo að hægt sé að þvæla mótframbjóðanda Trumps inn í þetta líka. 

Ómar Ragnarsson, 7.1.2021 kl. 11:04

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekkert próf í pólitískri greiningu- ekki einu sinni forsetaframbjóðandinn og síðan forsetinn Donald Trump - er svo létt að rétthugsandi hægri sinnuð hetja úti á Íslandi geti ekki kolfallið.

Og með löngum skýringartexta í ofanálag.

Árni Gunnarsson, 7.1.2021 kl. 14:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar, nafni og Árni.

Það er alltí lagi að vera ósammála, en rök sem eru "ekki" rök, það er vísa í orð sem ekki voru skrifuð, eða sjónarmið sem ekki voru reifuð, falla ætíð um sig sjálf.  Það er eins og þið hafið ekki lesið orð í pistli Páls, eða skilið þau sjónarmið sem hann reifaði.  Víkjum svo að Trump og atburðunum vestra.

Hvað sem verður sagt um hann, þá opnaði Trump ekki það Pandórubox sem fólst í að hafna niðurstöðu hnífjafnra kosningar, þar sem andstæðingurinn vann með mjög mjóum mun.

Börnin, sem hafa ekki þá afsökun að vera ekki fædd, eða allavega ennþá með bleyju, og geta því fabúlerað útí eitt sem einhverjir meintir stjórnmálasérfræðingar, vitandi þannig séð ekki neitt en að geta vísað í háskólagráðu sína, en þið munið eftir hnífjöfnu kosningunum þar sem örfá atkvæði tryggðu kjör Bush yngra.  Þá var kært, og aftur kært, og aftur talið, og aftur kært.

Þá bjargaði Hæstiréttur Bandaríkjanna lýðræðinu með því að hafa kjark til að höggva á hnútinn, eitthvað sem repúblikanameirihlutinn í dag hafði ekki kjark eða döngun til að gera.

Trump var síðan kærður, tæplega tveimur áratugum seinna, af sömu öflum sem hrósa sigri í dag, og fordæma kærur andstæðinganna.  Nema að þeir opnuðu Pandóruboxið, ekki Trump, hvað sem þið hafið persónulega á móti honum. 

Persónuleg andúð getur aldrei breytt staðreyndum.

Árásin á þinghúsið í USA á sér síðan mörg fordæmi, glaðhlakkir voru margir sem hvöttu skríl til að ráðast á lögreglu sem varði Alþingi, en fordæma í dag í fjarlægum löndum.

En slíkar árásir eru ekki einsdæmi, eða fádæmi, Sovétið féll vegna slíkra árása, hvort sem það var í Litháen, Rúmeníu eða þegar Yeltsín fór uppá skriðdrekann.  Aðeins dæmi um þegar lýðnum ofbauð framferði valdaelítunnar.

Hinsvegar nafni minn, sem og Árni, þú hefur samsinnað þig við Andófið, er skrýtið að lesa orð ykkar, svona í ljósi þess að kjör hinna 30% fátækustu í Bandaríkjunum, bæði vegna aukinnar framboða starfa sem og hækkunar lægstu launa, bötnuðu í prósentu tölum sem hafa ekki verið mældar frá því að Reagan og Thatcher tóku yfir hagstjórn vestrænna landa.

Var engin innistæða fyrir hugsjónum ykkar??

Að árás Trump á frjálshyggjuna, útvistun starfa og útvistun tekna til skattaskjóla, væri um leið árás á ykkur og meintar hugsjónir ykkar??

Það virkar ekki nema það bíti sagði umhverfisráðherra Vinstrigrænna og vitnaði í eldsneytiskatta sína, sem áttu að knýja á orkubreytingu að sögn.

En hvað fólk er það sem hefur ekki efni á að kaupa umhverfisvæna bíla, og situr uppi með ofurskattheimtu Góða fólksins sem á að bíta þannig að það sé ekki lengur hluti af samfélaginu.

"Að bíta", er hugtak sem ranglega  hefur verið kennt við Friedman og Hayek, á því ber Hayek enga ábyrgð, þetta er Friedmanisminn í hnotskurn, hugmyndafræði útvistun starfa í þrælabúðir alþjóðvæðingarinnar, útvistun tekna og hagnaðar í skattaskjól, að ekki sé minnst á hugmyndafræði þeirra skattheimtu að skattleggja notkun svo hinir fátæku hrökklist út úr samfélaginu.

Svo þegar hið fátæka fólk snýst til varnar, og Páll skýrir á hógværan og greinandi hátt, þá komið þið Friedmanistum til varnar.

Sem aðeins vekur upp spurninguna, "Hvar villtust þið af leið"??

Spurning sem aðeins þið getið svarað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2021 kl. 17:46

7 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Það kostar klof að ríða röftum.

Guðmundur Böðvarsson, 7.1.2021 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband