Fimmtudagur, 31. desember 2020
Kjánahrollur með kryddsíld
Vinstriflokkarnir vilja ræða fjármálaráðherra án grímu en sópa undir teppið grímulausum skorti á bóluefni.
Skylda alþingis er að ræða kortér í lífi ráðherra, segir Logi formaður Samfylkingar.
Þar með er lýkur erindi Samfylkingar.
Aum er þeirra pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innantómur tilgangur Samfylkingarinnar opinberast í áhuga hennar á þessu ekki-máli og siðleysi þeirra er því meira sem upphrópanirnar eru hærri.
Gleðilegt ár.
Ragnhildur Kolka, 31.12.2020 kl. 15:42
Höfundur hefur greinilega verið að horfa á gamla Kryddsíld.
Nóg til af bóluefni leiðinni.
Meint lögbrot Fjármálaráðherra 12 gr laga 19/1997 enn til rannsóknar hjá Lögreglu.
Það má ræða það.
Höfundur mætti allavega í einni færslu á árinu fara rétt með.
Allar hinar eru auðvitað, eins og Fjármálaráðherra orðaði það í nýrri Kryddsíld, samkvæmisleikur.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 31.12.2020 kl. 15:43
Undarlegt að sjá Kolku koma hér og ræða mögulegt siðleysi annara flokka þegar við höfum nú 2 sitjandi ráðherra sem hafa gengið lengra um samkomubann, sem við hin þurfum að sitja við, 1 ráðherra sem bíður eftir góðu streymi og fær þyrlu til að skutlast.
Höfum svo einn dæmdan Dómsmálaráðherra fyrir brot á mannréttindum og einn annan slíkan sem braut reglur innan síns ráðuneytis til að sparka í innflytjenda.
Auðvitað er hægt að rekja þetta enn lengra, Sjóður 9, Byko og þingmaður í suðurkjördæmi og aðra Samherja.
Á meðan sér Kolka órökstutt "siðleysi" í öðrum flokkum .
Á meðan Kolka hugsar sitt ráð, aftur, þá óska ég þér og þinum gleðilegs nýs árs. :)
Sigfús Ómar Höskuldsson, 31.12.2020 kl. 16:46
Sigfús Ómar Höskuldsson, Þú trúir sjálfsagt Pírötum hjá Reykjavíkurborg sem trúnaðrstimpla fjölda fundargerða hjá Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar þar sem Dóra Björt Guðjónsdóttir æðsti Pírati í Reykjavík ræður ríkjum
Eini tilgangur þess að setja þessar fundargerðirnar í trúnaðarbókina er að almenningur fái ekki að sjá bruðlið með almannfé sem viðgengst undir forystu Pírata
Grímur Kjartansson, 31.12.2020 kl. 16:55
Það er vindgangur í þeim vammlausu núna! Vinstrið kallar á rakningu héðan í frá til Jóhönnu/Steingrims stjórnar.
Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2020 kl. 17:11
Það hefði verið stílbrot ef aðdáandi #1,SÓH, hefði gleymt að kasta smá grjóti til mín svona í lok árs. En fyrst hann er að feta slóð minninganna og minnist á Sjóð 9, ætla ég að leyfa mér að minna hann á hver var bankamálaráðherra í hrunstjórninni, bar enga ábyrgð og var svo hriplekur að jafnvel samráðherrar forðuðust að yrða á hann. Félagsmálaráðherrann í þeirri stjórn var svo dæmdur fyrir brot á helsta gæluverkefni sinu, jafnréttismálum. En kórónan var auðvita svikráðin sem þessi angi pólitíska litrófsins byrlaði fárveikum forsætisráðherranum.Frá þeirri skømm kemst flokkur Sigfúsar Ómars aldrei.
Ragnhildur Kolka, 31.12.2020 kl. 17:26
Kolka, róa sig, þ.v Bankamálaráðherra bar ekki ábyrgð á þeirri reginhneysu er sjóður 9 ákvað að greiða út til helstu vina og þeirra sem skiptu máli, í heila 2 daga áður en allt lokaði.
Það gerði einn, vinur núverandi formanns þins flokks. Jú nóv hú. :)
Þú hefur kolrangt, enn og aftur, rangt fyrir þér með meint brot JS við ráðningu skrifstofustjóra í Forsætisráðuneytis.
Merkilegt samt að sömu stuðningsaðilar dæmdrar Andersen sem vill minna en ekkert með jafnrétti að gera og réttlæti glæp sinn með því að hún hefði þurft að þóknast öðrum en þegar JS og hennar ráðuneyti vildi mögulega gera það sama, þá hentar að drag það upp.
Það rétta í því máli er svo að Umboðsmaður Alþing kvað þann úrskurð að þ.v Jafnréttisnefnd hefði ekki haft umboð til að kæra Jóhönnu Sigurðardóttir fyrir það ráðningarferli.
Holt og gott fyrur þig margt ágæta Kolka að rifja málið upp hér,https://www.dv.is/frettir/2016/04/14/ragnheidur-bad-johonnu-afsokunar-var-ekki-kunnugt-um-urskurdinn/ ,en þá var hún Ragnheiður Ríkharðs, þ.v formaður þingflokks þíns flokks kona meiri þegar hún bað JS afsökunar á sömu vitleysunni og þú vilt ríghalda í.
Vona nú að þú sért í hátíðarskapi og leiðréttir þig. :)
Hafðu það svo reglulega gott í kvöld.
Ég geri mitt besta eins og sannur jafnaðarmaður.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 31.12.2020 kl. 17:40
Mikið væri gaman að sja það i stefnuskra Samfó að hafa sannleikann að leiðarljosi ....Þvilik samsafn af ósannindum sem ar er framleitt .....Manni verður flökurt !
rhansen, 31.12.2020 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.