Fimmtudagur, 31. desember 2020
Þorgerður Katrín: við erum aumingjar
Án ESB-aðildar er ekki hægt að búa á Íslandi, er áramótakveðja formanns Viðreisnar til þjóðarinnar.
Íslendingar kunna ekki og geta ekki rekið fullveðja samfélag. Í Brussel er aftur uppskriftin að sæluríkinu.
Þorgerður Katrín lætur þess ógetið að Evrópusambandið var stofnað á rústum tveggja öfga, nasisma og kommúnisma. Nasisminn kynnti hugmyndina einn foringi, eitt ríki á meðan kommúnisminn boðaði alræði öreiganna. Evrópusambandið er millivegurinn: eitt ríki undir skrifræði embættismanna.
Sú Evrópuþjóð sem sneyddi að mestu hjá öfgum 20. aldar losna loksins, loksins undan Evrópusambandinu þessi áramót. Líkt og Íslendingar eru Bretar eyþjóð sem kjósa frjáls samskipti i austur og vestur fremur en skrifræðið norður og niður.
Flokkar eins og Viðreisn og Samfylking eru holl áminning um frjálslynda léttlyndið fyrir miðja síðustu öld sem drakk og dansaði á meðan Evrópa tyllti sér á bjargbrún helfararinnar.
Leita formlegs samstarfs við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kúlur og lán elta Drottninguna sem aldrei fyrr.
Áramótakveðja hrossabrestur.
Hrossabrestur, 31.12.2020 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.