Brandarakall í þingflokki Vinstri grænna

 „Það er alls ekki hægt að halda því fram að þetta sé lítið mál. Þetta er al­var­legt mál sem mun hafa áhrif á sam­starfið. Hvort það komi brest­ir í sam­starfið er ekki hægt að segja til um.“

Tilvituð orð eru höfð eftir Ólafi Þór Gunnarssyni þingmanni Vinstri grænna sem er læknir í þokkabót.

Var Ólafur Þór að tala um stórkostlegt klúður Svandísar heilbrigðisráðherra í bóluefnamálum þjóðarinnar, klúður sem Þórólfur sótti og Kári reyna að bjarga?

Nei, læknirinn Ólafur Þór hefur engar áhyggjur af því að þjóðin fái ekki bóluefni. Ólafur Þór er aftur með böggum hildar vegna þess að fjármálaráðherra var kortér í samkvæmi sem fleiri en tíu manns sóttu.

Nú getur verið að Ólafur Þór sé að reyna að vera fyndinn. Þá er húmor læknisins smitandi. Á ljósmynd með fréttinni situr hann við hlið kvenmanns. Myndatextinn er eftirfarandi: ,,Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son er til hægri á mynd­inni."


mbl.is Málið er alvarlegt og mun hafa áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það eru þá greinilega fleiri "húmoristar" í stjórnarliðinu, ef væri að marka e-r orð höfundar.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/27/alveg_svakaleg_mistok_hja_bjarna/?fbclid=IwAR39ATNcD6LACRVDg5vH550hbeTuQne0ffmPviZJFEJh9gZl36UsdclFi5Q

Hvað sem höfundur hamast á hjólinu við að verja sinn mann, þá þrengist að honum og FLokknum um leið.

Höfundur hleypur þá bara áfram.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.12.2020 kl. 18:59

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

 Það var einu sinni til stjórnmálflokkur sem hét Björt Framtíð sem í miklu fljótfærni og í skjóli nætur sprengdi ríkisstórnarsamstarf. Það gafst ekki vel fyrir framtíð Bjartar Framtíðar

Grímur Kjartansson, 27.12.2020 kl. 20:19

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Munurinn á BF og svo VG t.d er auðvitað sá að þeir sem stýrðu BF létu ekki uppáskrif til náðunnar frá föðurs oddvita einn af þ.v stjórnaflokkum , yfir dæmdum barnaníðing, yfir sig ganga.

Þeir sem fara fyrir VG núna, einfaldlega sætta sig við lögbrot sama oddvita, sama flokks núna og eins f.v dæmds dómsmálaráðherra.

Sjálfsstæðismenn gera einfaldlega allt til að halda völdum.

Þeir sem stýrðu BF gerðu það ekki.

Það í minni bók þýðir muninn á heiðvirðum stjórnmálafólki og stjórnmálafólki sem er slétt sama um samfélagið sitt. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.12.2020 kl. 20:44

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ofstæki þitt Sigfús Ómar er dæmigert 

Hið bjánlega náðunarferli sem var í gangi er það sem "heiðvirt" fólk átti að æsa sig yfir í stað þess að gera þetta að einhverjum pólitískum samkvæmisleik um hver gæti látið rigna meir ofan í nefið á sér af hneykslun

Grímur Kjartansson, 27.12.2020 kl. 23:33

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gott að sjá suma velja að fara í nafnaköll frekar en staðreyndir.

Enn undarlegra að sjá enn einar eftiráskýringar um mál er varðar föður BB. Um það mál ríkja ófrávíkjanlegar staðreyndar þar sem viðkomandi [föðurinn] studdi náðun á dæmdum barnaníðingi en þ.v og f.v dæmdur dómsmálaráðherra kaus fara með málið beint í BB sjálfan en ekki aðra ráðherra innan þ.v ríkistjórnar. 

Þetta liggur fyrir, þótti umdeilt og felldi um leið þ.v ríkisstjórn.

Að nefna það má, getur varla verið það "ofstæki" sem sumir vilja kalla en þá verður þannig að vera.

Á meðan bætti svo BB sjálfur í með því að brjóta 12.gr laga 19/1997.

Það er líka ófrávíkjanleg staðreynd.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.12.2020 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband