Þriðjudagur, 22. desember 2020
RÚV, Sigríður og Svandís
Ef Sigríður Andersen væri heilbrigðisráðherra myndi RÚV fara hamförum og leiða fram vitni eftir vitni um klúður ráðherra Sjálfstæðisflokksins við að tryggja þjóðinni bóluefni.
En það er Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum sem er heilbrigðisráðherra. Og RÚV stendur með sínum en glefsar í aðra.
Á Efstaleiti þykjast menn reka fréttastofu. Í raun er þar áróðursmiðstöð vinstrimanna sem dregur fjöður yfir mistök skjólstæðinga sinna en gerir úlfalda úr mýflugu þegar Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur eiga í hlut.
Katrín leitar að bóluefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ágætt að benda höfundi á ef nú dæmdur f.v dómsmálaráðherra hefði gengt heilbrigðisráðherraembætti þá værum við með enn dýrara heilbrigðiskerfi svo jaðraði við sama hlutfall hlutfall og í draumaríki höfundar og f.v dæmds dómsmálaráðherra af GDP.
Þá hefði verið sett upp tvö kerfi, eitt fyrir þá sem eiga meira og annað fyrir hina.
Svo hefði f.v dæmdur ráðherra þá eingöngu ráðið inn til starfa þá sem hefðu "réttar" skoðanir.
Sigríður Andersen hefði jú örugglega tryggt bóluefni með tímaum en það hefði farið þá í arma annarra flokksfélaga og annarra í þeirri deild. Þannig virðast Sjálfsstæðismenn oft vinna.
Höfundur myndi auðvitað dansa regndans af gleði á meðan.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.12.2020 kl. 11:23
Það er ekki vísbending um neitt annað en fáheyrt klúður þegar svo er komið að forsætisráðherra þarf að taka að sér hlutverk innkaupastjóra og setjast við símann dögum saman til að reyna að redda bóluefnum. Heilbrigðisráðherra hafði eitt verkefni sem var öðrum miklu mikilvægara, að sjá til þess að bóluefni bærust til landsins sem fyrst. Hún klúðraði því svona rækilega. En RÚV lætur hana alveg í friði, og það kemur ekki á óvart.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.12.2020 kl. 11:50
Ég efast um að RUV átti sig á þeirri upplýsingaóreiðu sem ríkir um bóluefnin.
Það er einfaldara að halda sig við aðra heimshluta og geta sér til í eyðurnar og yfirleitt ekki fá nokkra gagnrýni á þau vinnubrögð
Grímur Kjartansson, 22.12.2020 kl. 14:17
RUV var reyndar með beint viðtal Boga Ágústssonar með beittum spurningum, sem hann beindi til ÞÓrólfs Guðnasonar á besta stað í kvöldfréttatímanum í gærkvöldi, svo að því sé haldið til haga.
Ómar Ragnarsson, 22.12.2020 kl. 17:54
Þorsteinn og Grímur, RÚV er á stöð eitt hjá Símanum og tíðin á Rás 1 er a.m.k 93.5 á FM ef menn vilja í raun og veru kynna sér þann fréttaflutning sem hefur farið fram um málið. Þ.e EF menn vilja kynna sér málin....
Ótrúlegt að menn, konur og höfundur séu enn að skjóta og spyrja svo.
Þið hafði það svo reglulega gott yfir hátíðarnar.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.12.2020 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.