Fimmtudagur, 17. desember 2020
Rósa B. skiptir um flokk og gerir hávaða
Þingmaður Samfylkingar frá í gær, Rósa B. Brynjólfsdóttir, gerði hávaða á alþingi í dag.
Tilefni hávaðans er MDE-dómurinn sem m.a. kvað á um að alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn dómara til landsréttar en ekki alla í heild.
Hávaðinn í Rósu gekk út á að gera dómsmálaráðherra ábyrgan fyrir afgreiðslu alþingis.
Ekki smekklegt, en talar til innvígðra í Samfylkingu sem á næstunni ákveða hvort Rósa fái úthlutað sæti á framboðslista er gefi von um þingmennsku.
Hróp og frammíköll í þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki mun þessi svikari við kjosendur sína prýða nokkurn framboðslista fyrir utan það að vera innantómur almennur glamrari með fáar aðrar hugsjónir en eigin rassvelferð og aurasog.
Halldór Jónsson, 17.12.2020 kl. 13:09
Myndi hún Rósa vilja sigla á fullu inn í esb ef að hún fengi öllu ráðið? Y/N?
Jón Þórhallsson, 17.12.2020 kl. 13:31
Er þessi harði sósilisti þá orðin krati? Eða er þetta endanleg staðfesting á því að Samfylkingin er harður sósilistaflokkur þ.e. fyrir utan afstöðuna til ESB þar sem þeir sjá markaðshyggju bandalagsins með glýju í augunum. Mótsagnakennt eða hvað?
Stefán Örn Valdimarsson, 18.12.2020 kl. 10:12
Ætli hún standi þá ein í þessum "grenjandi" minnihluta er hún áminnir dómsmálaráðherra?
Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2020 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.