EES-andstaða vex í Noregi

Andstaða við EES-samninginn, sem bæði Ísland og Noregur eiga aðild að, vex í Noregi. Miðflokkur þeirra Norðmanna, sem mælist stærstur í könnunum, er fylgjandi tvíhliða samningi við Evrópusambandið er kæmi í staðinn fyrir EES.

EES-samningurinn er 25 ára gamall og var hugsaður fyrir þjóðir á leið inn í Evrópusambandið. Bæði Íslendingar og Norðmenn hafna aðild að sambandinu og því er samningurinn tímaskekkja.

En Evrópusambandið hótar lokun markaða ef þjóðir segja sig frá EES. Á seinni tíð er samningurinn notaður til að auka ítök ESB í náttúruauðlindum Íslands og Noregs, samanber orkupakka frá Brussel þar sem ESB tekur sér heimild til að setja orkustefnu fyrir fullvalda ríki eins og Ísland og Noreg.

 


mbl.is Lífskjörin best í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband