Helgi Seljan og linnulausa böggið í Samherjamálinu

RÚV með Helga Seljan og Kastljós sem verkfæri gerði samsæri með Seðlabanka Íslands um atlögu að Samherja.

Í einum af mörgum tölvupóstum Helga Seljan til starfsmanns Seðlabanka segir hann 16. mars 2012:  

Sæl og afsakaðu þetta linnulausa bögg. Mig vantar svo að ná í þig.

Tíu dögum seinna, eftir margt böggið, var atlagan fínstillt. Daginn fyrir alræmda húsleit Seðlabanka Íslands fara fram tölvupóstsendingar milli Helga Seljan og starfsmanns um fréttina. Þegar fréttin var flutt i fréttatíma RÚV daginn eftir var látið eins og atburðir dagsins hefðu komið jafn flatt upp á RÚV og alla aðra. RÚV flutti ekki fréttir heldur hannaði atburðarás með ríkisvaldinu, - Seðlabanka Íslands.

Samráðið sýnir og staðfestir samsærið svart á hvítu.

RÚV og Helgi lugu upp í opið geðið á þjóðinni. Í fréttinni segir ,,eftir því sem næst verður komist". Halló Hafnarfjörður, þarna átti að standa: ,,RÚV og Seðlabankinn hafa skipulega unnið að því að búa til dramatík í kringum rannsókn á Samherja og fá fólk til að trúa því að glæpamenn stjórni fyrirtækinu."

Eftir að atlaga RÚV og Seðlabankans rann út í sandinn tóku Helgi Seljan og Efstaleiti saman við mann sem dundar sér við að hringa líflátshótanir til fólks. Þeir halda áfram að bögga Samherja.

Þjóðarútvarpið, sem er á fjárlögum, stundar sem sagt skipulagðar ofsóknir undir yfirskini fréttaflutnings. Er ekki hreinlegra að láta Helga Seljan og félögum í té leðurstígvél og svarta leðurfrakka svo þeir geti tekið hús á fólki um miðja nótt og þjónað eðli sínu?


mbl.is Birta tölvupóstsamskipti Seðlabanka og Kastljóss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hefur lengi legið fyrir að Helgi Seljan leggur Samherja í einelti. Að hann skuli hafa tvær ríkisstofnanir með sér er regin hneyksli.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.12.2020 kl. 17:25

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Heimir, veit að þú telur þig og vilt tjá þig þannig að þú vitir meir en aðrir en þú hefur greinilega enga hugmynd hvað skilgreiningin er á bak við einelti.

Lestu þig nú til og komdu svo aftur að lestri loknum.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.12.2020 kl. 18:40

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigfús Ómar Höskuldsson, ég óskar þér gleðilegra jóla og friðar í sál.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.12.2020 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband