Föstudagur, 11. desember 2020
Siðavandinn í kófinu - kjarni málsins
Kínaveiran er lík náttúruhamförum að því leyti að enginn sá faraldurinn fyrir og varnir eru skipulagðar eftir því farsóttinni vindur fram - líkt og myndi gerast þegar eldhraun stefnir á byggð.
En ólíkt þorra náttúruhamfara verður til siðavandi í umræðunni um farsóttarvarnir. Fólki sýnist sitt hverju um varnirnar.
Það er spurt um hvort sóttvarnir séu réttar eða rangar. Spurningunni er ekki hægt að svara á meðan faraldurinn geisar. Þekking er einfaldlega ekki til sem leyfir sæmilega öruggt svar.
Rétta spurningin er; gera stjórnvöld það sem þau geta til að hemja fjölgun smita og taka jafnframt tillit til almannahagsmuna að grípa ekki til óþarflega íþyngjandi aðgerða?
Svarið við þeirri spurningu er já.
Málið dautt.
Tæp 92% voru í sóttkví við greiningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stjórnvöld hafa gripið til gríðarlega íþyngjandi aðgerða hérlendis, og sumar af afleiðingunum sjáum við nú þegar. Samdráttur á öðrum ársfjórðungi hér var til dæmis þrefaldur á við ESB löndin. Aukning atvinnuleysis líklega meiri en nokkurs staðar á byggðu bóli. Velta ferðaþjónustu samanborið við síðasta ár um fjórðungur þess sem hún er í löndunum í kringum okkur. Að halda því fram, án nokkurs rökstuðnings, að aðgerðir sem leiða slíkt af sér séu ekki óþarflega íþyngjandi er auðvitað bara hrein fáviska.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2020 kl. 15:59
Það á að fara fram á skaðabætur frá Kínverjum svona eins og gert þar eftir stríðið seinna, Þeir eru ekki einusinni skammaðir opinberlega fyrir að senda stríðsgas á allar þjóðir heims og mætti halda að þeir hafi komið það gagnhótun um að nota aðra verri ef við förum að berja á þeim!
50 cal.
Eyjólfur Jónsson, 11.12.2020 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.