Föstudagur, 11. desember 2020
Hamingjukreppan
Flest bendir til að efnahagskreppan samfara Kínaveirunni auki hamingju þjóðarinnar. Fyrir farsótt var þjóðin á þenslufyllerí sem var ósjálfbært og gekk bæði á náttúru landsins og innviði.
Verst lék gleðskapurinn atvinnumarkaðinn og stjórnmálamenninguna. Hamingjuáhrif kreppunnar koma fyrst fram í yfirvegaðri stöðu atvinnumála, þar er ekki lengur hver höndin upp á móti annarri. Alþingi fer ágreiningslaust í jólafrí. Það hefur ekki gerst í háa herrans tíð.
Helsta áhyggjuefnið er að veirukreppan verði ekki nógu djúptæk og langvinn til að kenna nauðsynlega lexíu: vit og mennska þverr eftir því sem ósjálfbær hagvöxtur varir lengur.
Dýpkar áhrif kórónukreppunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg bæði sé og veit og skil ó þessi yndæla veiru-kreppa.
Helga Kristjánsdóttir, 11.12.2020 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.