Fimmtudagur, 10. desember 2020
Viðreisn býður Samfylkingu frjálshyggju
Þingflokksformaður Viðreisnar óskar eftir því að Samfylkingin kenni ,,sig við frjálshyggju og valfrelsi." Tilefnið er að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu fær ekki næg ríkisframlög.
,,Frjálshyggja og valfrelsi" er dulmál fyrir að færa ríkisfé og ríkiseigur í hendur einkaaðila. Síðast var það reynt í stórum stíl með bankakerfið um síðustu aldamót. Snillingarnir tóku við fjármálakerfinu og gerðu úr því verðmæti fyrir sjálfa sig en skildu þjóðina eftir gjaldþrota í hruninu.
Núna er tímabært að prófa sig með heilbrigðisþjónustuna. Valfrelsi þar fyrir vaska menn og konur, takk fyrir. Látum ríkið taka erlend lán til að borga einkaaðilum. Þeir kunna svo vel með að fara, eins og dæmin sanna.
Viðreisn stefnir á ríkisstjórn með Samfylkingu og Pírötum eftir næstu kosningar. Undir merkjum frjálshyggjunnar sem einu sinni hét pilsfaldakapítalismi.
Stjórnvöld segja nei takk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.