Miðvikudagur, 9. desember 2020
Ójafnræði í skólum en jafnræði í stjórnum fyrirtækja
Undir formerkjum jafnréttis er krafist jafnra kynjahlutfalla í stjórnum fyrirtækja. Í grunnskólum landsins er aftur ekkert jafnrétti: 9 af hverjum tíu kennurum eru konur.
Ef jafnrétti kynjanna er eitthvað meira en valdabarátta forréttindakvenna ætti þing og stjórnarráð að setja kraft í að jafna hlutföll kynjanna í kennaraliði grunn- og framhaldsskóla.
En líklega er jafnréttisumræðan ekki spurning um jafnrétti heldur valdeflingu forréttindakvenna.
Athugasemdir
Hvers eiga áhafnir skipa að gjalda að þar sé ekki jafnt kynjahlutfall. Skil ekki í þessu fólki á Alþingi að sleppa þessum möguleika á að sekta Samherja.
Grímur Kjartansson, 9.12.2020 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.