Tók Spanó Villa vin með í hæstarétt?

Róbert Spanó á tvo vel auglýsta vini. Annar er lögmaðurinn Vilhjálmur H. sem Spanó gerði þann greiða að skrifa pólitískan dóm i Strassborg og olli stjórnarkreppu á Íslandi, eins og til stóð.

Hinn vinur Spanó er Erdogan Tyrklandsforseti. Spanó heimsótti Tyrkjann að tala um mannréttindi - en landi þar sem þau engin eru.

Eftir dómaglennuna í Evrópu og heimsókn til mannréttindaböðulsins er Spanó vinafár á Fróni.

Ekki einu sinni sameiginlegum þingflokksfundi Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata dytti í huga að bjóða til sín höfundi mesta bjarnargreiða ársins. Þó er margt líkt með skyldum þegar dómgreindarleysi er annars vegar.

En Spanó á Villa og Villi Spanó.


mbl.is Róbert Spanó heimsótti Hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband