Fimmtudagur, 3. desember 2020
Frakkar óttast múslímska aðskilnaðarhreyfingu
Frönsk yfirvöld loka 76 moskum múslíma með þeim rökum að þar hreiðri um sig íslamskir öfgamenn er krefjist aðskilnaðar frá frönskum siðum og háttum.
Múslímar í Frakklandi eru um 5 milljónir. Síðustu ár hafa íslamskir öfgamenn stundað hryðjuverk gegn almenningi í Frakklandi.
Múslímar hafa með sér sína eigin trúarmenningum sem er ósamrýmanleg vestrænum gildum. Að frönsk yfirvöld telji íslamska aðskilnaðarhreyfingu ógna öryggi ríkisins ber vitni um mistök fjölmenningar síðustu áratuga. Annað tveggja verður að víkja, vestræn siðmenning eða trúarmenning múslíma. Að öðrum kosti klofnar ríki og þjóð.
Athugasemdir
"TIL ÞESS ERU VÍTIN TIL AÐ VARAST ÞAU!"
(Segir máltækið).
Jón Þórhallsson, 3.12.2020 kl. 16:21
Við erum svo heppin að hingað koma engir islamiskir öfga múslímar!
Sigurður I B Guðmundsson, 3.12.2020 kl. 20:33
Reynslan frá öðrum löndum sýnir að þetta hverjir eru öfgamúslimar og ekki er ekki alveg eins klippt og skorið og góða fólkið vill vera láta. Fyrstu kynslóðar innflytjendurnir geta hagað sér vel, en mörg dæmi eru um að annarrar og þriðju kynslóðar trúbræður og afkomendur verði allt öðruvísi. Vandinn gæti verið fólginn í trúarbrögðunum sjálfum, og þeirri menningu að blanda saman trúarbrögðum og stjórnmálum, eins og þarna er gert. Slíkt hefur löngu verið aflagt á vesturlöndum, og ekki skrýtið að átök verði þegar svona hópar koma hingað með allt öðruvísi siði.
Ingólfur Sigurðsson, 3.12.2020 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.