Þriðjudagur, 1. desember 2020
Lilja niðurgreiðir bloggfærslur
Margar fréttir svokallaðra fjölmiðla eru bloggfærslur einstaklinga út í bæ með fyrirsögn. Aðrar eru endurvinnsla áður birtra frétta annarra fjölmiðla. Vandamál fjölmiðla er að þeir eru of margir á litlum markaði.
RÚV hirðir stóran hluta auglýsingamarkaðarins og fær meðgjöf frá ríkinu upp á milljarða á ári. Til að koma böndum á vafasamar auglýsingar skikkar fjölmiðlanefnd ríkisins bloggmiðla til að skrá sig sem fjölmiðla.
Niðurgreiðsla Lilju Alfreðs ráðherra mennta á meintum fjölmiðlum þjónar engum tilgangi. Það verður alltaf meira framboð af skoðunum en eftirspurn. Megnið af efni fjölmiðla er skoðanir um hvað ætti að vera en ekki fréttir um hvað er.
Sjálfstæðismenn fallast á styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.