Þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Getnaðarlimur, 18 ára og yngri
Ekki skal umskera getnaðarlimi 18 ára og yngri, það er okkar sannfæring.
Þannig hljómar leiðari Jótlandspóstsins í Danaveldi. Forhúð getnaðarlims, hvort skorin skuli og þá hvenær, er sem sagt opinbert umræðuefni í gamla ríki Kristjána og Friðrika.
Í gömlu hjálendunni spyrja menn sig hvernig í veröldinni kom til þess að limlestingar sveinbarna urðu bráðnauðsynlegt og stórpólitískt deiluefni hjá fyrrum herraþjóð.
Athugasemdir
Bara að senda sveinbörnin til Íslands með óléttu Pólsku konunum!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 24.11.2020 kl. 21:17
Góður, Sigurður.
Páll Vilhjálmsson, 24.11.2020 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.