19 þingmenn: drepum fóstur - sem flest

19 þingmenn vinstriflokka á alþingi Íslendinga vilja hefja innflutning á þunguðum konum til fóstureyðinga. Já, þið lásuð rétt: Til­laga til þings­álykt­un­ar um aðgengi ein­stak­linga sem ferðast til Íslands að þung­un­ar­rofi.

Inga Sæland er skrifuð fyrir snjallri ádrepu i Morgunblaðið um málefnið. Þar segir m.a.:

Nú vilja þess­ir þing­menn, og lík­lega flest­ir flokks­fé­laga þeirra á þingi, að Ísland verði eins kon­ar fríríki fóst­ur­eyðinga í Evr­ópu. Að ís­lenska heil­brigðis­kerfið, sem berst nú þegar í bökk­um vegna álags og fjár­skorts, taki að sér að eyða ófull­b­urða börn­um allt til loka 22. viku meðgöngu fyr­ir fólk sem vill kom­ast fram hjá lög­um í eig­in heimalandi.

Ástæða er að halda til haga nöfnum þessara þingmanna vinstriflokkanna sem sýna sig gjörsneydda dómgreind og mannúð. Þeir eru: 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Guðmundur Andri Thorsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Logi Einarsson, Guðjón S. Brjánsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

VG og Píratar virðast lifa samkvæmt þeirri meginhugsjón að syndga sem mest. Er ekki komið nóg af því að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur láti undan öfgunum hjá ýmsum innan Pírata og VG?

Ég held að ef menn líti til baka sjái þeir að farið var yfir anzi margar markalínur sem hófsemdarfólk hefur talið eðlilegar.

Ingólfur Sigurðsson, 5.11.2020 kl. 15:11

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Aðal spurningin þessu tengdu ætti að vera;

hvenær SÁLIN tekur sér bólfestu í fóstrinu?

Bæði botlangar og allar jurtir hafa æðakerfi og eru þar með lifandi vefir;

en þá er ekki þar með sagt að þau hafi SÁL.

Samkvæmt minni þekkingu að þá tekur SÁLIN sér bólfestu í fóstrinu

í fyrsta lagi eftir 3 vikna meðgöngu

en oftast ekki fyrr en í lok 3 mánaða eftir getnað.

Jón Þórhallsson, 5.11.2020 kl. 15:15

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fósturmorðin eru sennilega það alljótasta og andstiggillegasta sem fram fer í landi okkar. Að fólk skuli státa sig af því að murka lífið úr ófæddum börnum er ógeðslegt. Ronald Regan sagði eitthvað á þessa leið: Það vekur athygli mína að þeir sem vilja láta eyða börnum úr móðurkviði eru þeir sem hafa þegar fengið að fæðast.

Það má gera ráð fyrir því að um 45000 -fjörutíu og fimm þúsund- einstaklingar hafi verið sviptir lífi sínu fyrir fæðingu, einstaklingar sem hafa ekki haft neinn málsvara og ekki getað borið hönd fyrir höfuð sér. Og fólk virðist ekki skilja að þessi börn deyja kvalarfullum dauðdaga.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.11.2020 kl. 16:08

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Engin með fulli viti dytti önnur eins og sýndarmennska í hug. Þessir vesælu þingmenn eru að gera hosur sínar grænar fyrir húsbændum sínum í Evrópu. 

Benedikt Halldórsson, 5.11.2020 kl. 16:19

5 Smámynd: Loncexter

Mikið er nú gott að Jón Valur Jensson þurfti ekki að lesa svona frétt. Blessuð sé minning hans.

Loncexter, 5.11.2020 kl. 16:40

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svandís á kannski krónurnar sem þarf til að opna þessa Klínik.

Ragnhildur Kolka, 5.11.2020 kl. 18:05

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvað næst frá vinstrinu?

Líknardauði með afborgunum?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.11.2020 kl. 22:01

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hljómar svolítið furðulega þegar talað er um fóstureyðingu sem "heilbrigðisþjónustu á meðgöngu". Eitthvað sem passar ekki alveg.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.11.2020 kl. 22:49

9 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Veit ekki hvað er að gerast í okkar annars góða þjóðfélagi? 

Sigurður I B Guðmundsson, 5.11.2020 kl. 23:42

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ja hérna, nýr árgangur af Stalín-kerlingum er þá fæddur. Nú er bara að bíða eftir ofankomu Pol Pot og þá er útópía þessara kommasafnaðar risin upp á ný.

Svei, svei segi ég bara. Hvílíkt ógeð.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2020 kl. 00:07

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ég ekki að sjá sömu nöfnin sem tilheyra góða fólinu þegar kemur að því að veita sem flestum hælisleitendum aðgang að íslenska velferðarkerfinu, félögum úr mújslímska bræðralaginu og þar fram eftir götunum? Sama fólkið sem æpir hæst um mannúðina fyrirutan dómsmálaráðuneytið? Þarf að spyrja um það hvort Sema Erla styðji þetta fólk ekki?

Halldór Jónsson, 6.11.2020 kl. 07:55

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Vantar ekki malbikarann úr Pírataflokknum?

Halldór Jónsson, 6.11.2020 kl. 07:57

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Samvalið siððferðilegt skítapakk hefði einhverjum getað dottið í hug sem heiti nýjum stjórnmálasamtökum sem þá sigldu ekki undir einhverjum fölskum flöggum um mildi og mannúð eða kristilegs kærleika.

Pabbi eins út hópmum  vildi flytja inm 10000 blámenn til að setjast að í Rangárvallasýslu til að styrkja þjóðina.

Eru Íslendingar ekki stórkostlegir hugsjónamenn í pólitík?  

Gleymum ekki þessum nafnalista:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Guðmundur Andri Thorsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Logi Einarsson, Guðjón S. Brjánsson.

Halldór Jónsson, 6.11.2020 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband