Vísindi, ótti og almenn skynsemi

Börn smitast síður en aðrir aldurhópur af Kínaveirunni. Í þeim tilfellum sem þau smitast eru börnin ólíkleg til að smita aðra. Segja altso vísindin, - a.m.k á talandi stundu. Af því leiðir, segir menntamálaráðherra, er óþarfi að loka grunnskólum, líkt og framhalds- og háskólum.

„Það getur aldrei verið réttlætanlegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra þjóðfélagsþegna, þvert á móti ber okkur að verja þau framar öllum öðrum," segir í ályktun Félags grunnskólakennara.

Grunnstef sóttvarna, bæði á Íslandi og erlendis, er ótti við lamað heilbrigðiskerfi, ótímabæran dauða og langvinn veikindi.

Við höfum séð að í farsóttinni tala vísindin tungum tveim, og sitt með hvorri. Það sést t.d. á vísindum um gagnsemi andlitsgrímu og hvort samfélagslokanir geri lýðheilsu gagn eða ógagn, þegar allt er reiknað.

Óttinn á hinn bóginn talar einni tungu. Lífhræðsla er máttug tilfinning, hvort sem hún er byggð á raunsæju mati eða ímyndun.

Á milli svokallaðra farsóttarvísinda og skelfingar um fjöldadauða og hruns siðmenningar væri æskilegt að koma við almennri skynsemi. Það er aftur hægara um að tala en í að komast.

Þó má vona að Íslandi takist, með einsleitri menningu og stórum höfuðstól félagslegs auðmagns, sem birtist m.a. í tiltrú á stjórnvöldum, að sigla farsóttarskipinu í höfn. En það má ekki mikið útaf bregða til að illa fari.

 


mbl.is Stjórnvöld endurskoði undanþágur í grunnskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Við höfum séð að í farsóttinni tala vísindin tungum tveim, og sitt með hvorri".

Eiga vísindi ekki að vera  100% stöðluð og sannreynd?

Ef að einhver aðili kemur fram á sjónarsviðið og er með Dr.gráðu;

og heldur því fram að það sé 5G-símkerfið sé að skapa covid-einkennin

en ekki sýklapestir;

væri það þá ekki ráð að hlusta á slík rök? 

https://lbry.tv/@weareresistance:9/Dr-Christiane-Nortdrone-shares-her-findings-on-why-vaccines-and-5G-are-dangerous:5?fbclid=IwAR0GPugfI6aHARhHFyvA1yYP5G4MuevFOWojPFln2DY1GWF8eG_fU9VfNZk

Jón Þórhallsson, 2.11.2020 kl. 09:38

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

C1078.00_00_30_01.Still029

Benedikt Halldórsson, 2.11.2020 kl. 09:39

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Yfirlýsing Félags grunnskólakennara er skýrt og dapurlegt dæmi um sérhyggjuna sem óttafaraldurinn opinberar nú sem aldrei fyrr. Skítt með börnin, bara svo lengi sem kennararnir eru ekki í smithættu. En engum dettur í hug að gefa gömlu kennurunum, sem eru í einhverri hættu, bara frí, og fá í staðinn yngra fólk sem veiran er hættulaus.

Og óttafaraldurinn ýtir öllum raunverulegum vísindum til hliðar. Það sést á hinum sífelldu tilraunum til að losna við bráðsmitandi farsótt með því að bæla hana niður tímabundið, líkt og náttúrulögmálin hafi verið tekin úr sambandi.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.11.2020 kl. 10:43

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Grímurnar skerða súrefnisflæði til heilans og valda þannig skaða á heilanum.

Jón Þórhallsson, 2.11.2020 kl. 12:55

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

C1078.00_02_19_02.Still031

Benedikt Halldórsson, 2.11.2020 kl. 13:37

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrir þessa lokun stefndi í lækkun kúrfunnar eins og á Írlandi, sem er góð samanburðareyja. Á báðum eyjunum er meðalaldur (media. age) og lífslíkur þær sömu. 

Yfirvöld á Íslandi fóru á taugum vegna athyglisbrests. Athyglin var of dreifð.

Því meiri sem óvissan og óreiðan er, því meira er harkan að fylgja eftir "skipunum" yfirvalda.

Benedikt Halldórsson, 2.11.2020 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband