Breski Verkó, Samfó og gyðingahatur

Össur Skarphéðinsson og viðskiptaráðherra hrunstjórnar Samfylkingar, Björgvin G. Sigurðsson, eru báðir félagar í breska Verkamannaflokknum. Sá breski er ,,fótboltalið mitt í lífinu," segir Björgvin.

Kemur á daginn að fótboltalið Össa og Bjögga er gegnsýrt gyðingahatri. Fyrrum formaður er smánaður með brottrekstri þar eð hann ræktaði hatur á minnihlutahóp sem vinstrimenn hafa löngum haft horn í síðu. 

Verður uppgjör í Samfylkingunni, farið í saumana á pólitískum ályktunum flokksins er varða Ísraelsríki?

Nei, líklega ekki. Fá gyðingaatkvæði á Fróni.

 


mbl.is Corbyn vikið úr flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Össur styður Norwich þótt sé ekki mjög ákafur fótbolta aðdáandi að eigin sögn. En pólitíkina gæti ég trúað honum til að pæla meira í.--Samfylkingin er auðvitað ekki ánægð með sinn hlut,en lítinn snefil af skilningi þarf maður að hafa til að sjá í aðdraganda hrunsins hve hatrið skein rauðglóandi út úr vitum þeirra á þeim tíma.Þar varð öfundin sem þeir höfðu svo lengi ræktað út í Sjálfstæðisflokkinn að eldvörpu. En hvað veit ég svo sem hverju þeir taka upp á. Ísland er þeim ónýtt og patrónurnar liggja á víð og dreif og ekki hægt að troða í þær púðri.Spurning hvort Samfó og Essbéið geti notað framhleypinginn úr Sjálfstæðisflokknum...En okkur er sama Ísland á öfluga frambjóðendur,auk þeirra sem hafa getið sér gott orð á þingi. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2020 kl. 05:13

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekki það sama að vera Ísraeli og það að vera gyðingur. Ályktanir með gagnrýni á Ísrael hafa því ekkert, nákvæmlega ekkert, með gyðingahatur að gera. Það hefur því aldrei komið nein samþykkt frá Safmylkingunni sem með nokkrum vitrænum hætti er hægt að flokka sem gyðingahatur. Fyrir utan það þá hefur aldrei kolmið óverðskulduð gagnrýni á Ísrael frá Samfylkingunni. Það er því ekkert tilefni til uppgjörs við þær ályktanir heldur þvert á móti getur Safmylkingin verið stolt af því að styðja með þessum hætti við fórnarlömb grimmilegs hernáms Ísraela.

Það sama á við um Jermy Corbyn. Hann er ranglega sakaður um gyðingahatur af mönnum sem flokka gagnrýni á Ísrael sem gyðingahatur eins fáránlegt og það er. Hins vegar eru ákvæði í breskum lögum um hatursorðræðu þar sem eru ákvæði tekin frá IHRA þar sem ákveðin tegund gagnrýni á Ísrael er flokkuð sem gyðingahatur og því getur breska þingnefndin sem fjallaði um málið ekki horft framhjá lögum og þar með varð hún að notast við þessar skilgreiningar þó þær séu fáránlegar svo vægt sé til orða tekið. En það breytir ekki því að Corbyn hefur aldrei gerst sekur um raunverulegt gyðingahatur.

Sigurður M Grétarsson, 30.10.2020 kl. 15:46

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

https://www.youtube.com/watch?v=VMc_0gaeoBU&feature=youtu.be&fbclid=IwAR1YQSDx7_sR-obp0dv6pehKZG_J0u9-McOe6pot7sfSHtLhZzcawwVyCsc

Sigurður M Grétarsson, 30.10.2020 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband