Fimmtudagur, 29. október 2020
Þjóðkirkjan, guð og samfélag
Kirkjan þarf að láta eins og guð sé til. Annars er enginn tilgangur með starfseminni.
Ef gefið er að guð sé til, þá er hann óbreytanlegur. Þjóðkirkjan íslenska gleymdi, viljandi eða óviljandi, óbreytanleika almættisins, gefur frá sér eina guðsútgáfu í dag en aðra á morgun. Líklega til að tolla í tískunni.
Í höndum þjóðkirkjunnar er guð dægurfluga. Trúin verður eins og fölnað laufblað í haustvindi en ekki reist á bjargi.
Skiljanlega eru trúaðir ekki ánægðir með kirkjuna sína.
Kirkjan svarar gagnrýni Óskars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er vel mælt.
Ef að vel ætti að vera að þá ætti að vera stöðugt samtal
á milli 9 fremstu guðfræðinga landsins við þjóðina.
=Hverjir eru ÚTVALDIR = Í SAMFÉLAGI HEILAGRA?
=Hvaða 9 prestar /einstaklingar standa næst "GUÐI" hér landi?
Nú skora ég á alla fjölmiðla landsins að finna hina 9!
Jón Þórhallsson, 29.10.2020 kl. 12:15
Það er virkilega sorglegt að horfa uppá hvernig komið er fyrir þjóðkirkjunni hún veit ekki lengur hvert hlutverk hennar er. Hún þekkir ekki þann Guð sem hún segist boða, á sama tíma segist hún (orð biskups) vera fyrir fólkið í landinu, en fólkið í landinu er eins og sauðir sem engan hirði hafa.
Í marga áratugi hef ég ekki orðið var við boðskap kirkjunnar þar sem talað er um synd, iðrun og fyrirgefningu syndar, að snúa sér frá hinu illa og leita Guðs og Hans vilja. Ég verð ekki var við boðskap þar sem fjallað er um fyrirheiti Guðs eða hvernig megi nálgast þau.
Þekkir kirkjan ekki þann Guð sem hún segist boða???????
Er kirkjan í eltingaleik við að þjóna tíðarandanum??? sá andi er ekki Guðs Andi heldur andi antikrists.
Er að furða að fólk er að flýja þjóðkirkjuna??? og ekki er að sjá að þeir sem yfirgefa hana séu að sækja í aðrar kirkjur.
Íslenska þjóðin þarf á Guði að halda, Hann er sá sem skapaði okkur mennina og vill eiga persónulegt samfélag við hvert og eitt okkar. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að Guð er raunverulegur Hann er persóna fullur af náð og kærleika en einnig réttlátur og heilagur. Við getum ekki komið fram við Guð eins og okkur sýnist, við þurfum að nálgast Hann af virðingu og í auðmýkt.
Guð skapaði okkur sem eilífðarverur, sá sem hafnar Guði mun ekki eyða eilífðinni í návist Hans heldur þar sem allt hið gagnstæða við Guð er til staðar. Jesús talaði um þann stað þar sem grátur og gnístran tanna mun verða, staður einmannaleikans og sorgar staður. Ég trúi því ekki að nokkur vilji lenda þar, en það er í höndum hvers og eins meðan við erum hérna megin eilífðarinnar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 29.10.2020 kl. 14:07
Á meðan að starfandi biskup leyfir hjónabönd samkynhneigðra
að þá þá hlýtur þjóðkirkjan að vera komin til heivítis.
Jón Þórhallsson, 29.10.2020 kl. 15:55
Þegar ég loks kom mér að því að lesa Biblíu hélt ég sem snöggvast að ég væri með aðra útgáfu en þjóðkirkjan. Í minni Biblíu segir ekkert um að hvíldardagur sé á sunnudegi.Ekki gat ég heldur fundið bókstaf um að skíra þurfi ungabörn.
Loncexter, 29.10.2020 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.