Miðvikudagur, 28. október 2020
Ritskoðun vinnur gegn tilgangi sínum
Ritskoðaður texti verður spennandi. Útilokun hugmynda eykur eftirspurn eftir þeim. Bannfærð sjónarmið fá byr í seglin einmitt vegna bannfæringarinnar.
Helförin fór fram, þótt ekki séu allar staðreyndir hennar kunnar og aðrar álitamál. Um sex milljónir gyðinga mættu ótímabærum dauða vegna uppruna síns. Allur þorri gyðinganna var hversdagslegt fjölskyldufólk og óvopnað.
Að enn skuli vera til fólk á Fróni sem efast um helförina sem sögulega staðreynd kallar ekki á ritskoðun heldur upplýsta umræðu.
Ógeðfellt á allan hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég efast um að það verði margir sem eyða peningum í svona bók. Þeir fáu sem það gera geta eflaust líka nálgast hana á erlendum málum eftir einhverjum leiðum.
Ritskoðun er aldrei góð hugmynd. Útgefendur Bókatíðinda verða væntanlega bara að bíta í það súra epli að þessi bókarskratti hafi ratað þar inn og láta sem ekkert sé.
En hugarfar þeirra sem láta sér detta í hug að standa í að gefa út svona þvaður, og ekki aðeins þvaður heldur móðgun við það fólk sem þurfti að þola þennan hrylling, og við afkomendur þess, og raunar við allt hugsandi fólk, slíkt hugarfar er alveg óskiljanlegt.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.10.2020 kl. 15:01
Auðvitað mætti og ætti útgefandi Bókatíðinda að hafna því að menn auglýsi nasistaáróður í þessum auglýsingabæklingi. ÞAu hljóta að geta ákveðið að hleypa ekki hvaða ógeði sem er inn í þennan bækling.
Skeggi Skaftason, 28.10.2020 kl. 15:23
Af fréttinni að dæma virðist þetta hafi verið einhver klaufaskapur, að það hreinlega hafi láðst að sjá hvað þarna var verið að auglýsa.
Skeggi Skaftason, 28.10.2020 kl. 15:25
Rétt Þorsteinn
Þessi afglapi sem aldrei hefur hleypt heimdraganum og séð gyðingahverfin og sýnagógurnar í Evrópu á ekkert betra skilið en birtingu á órunum sér til skammar. - En nú eru árin rétt fyrir 1930 einmitt að endurtaka sig. Ætti það ekki að vera áhyggjuefnið?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 28.10.2020 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.