EES-brandari Gulla utanríkis

Íslendingar byggju enn í torfkofum, ef ekki væri fyrir EFTA og EES-samninginn, segir Gulli utanríkis og kímir á bakvið ESB-grímuna.

Gulli er löngu hættur sem talsmaður þjóðarinnar gagnvart útlöndum. Hann talar máli alþjóðahyggju gagnvart Íslendingum. 

EES-samningurinn er 25 ára biðstofa EFTA-ríkja inn í Evrópusambandið. Biðstofan var hönnuð á þeim tíma þegar alþjóðahyggjan ætlaði öll fullveldi lifandi að drepa. 

Tvennt hefur gerst frá tilurð EES-samningsins. Alþjóðahyggjan reyndist ekki eiga uppskrift að samfélagi, ekki frekar en kommúnisminn þar á undan. Þjóðhyggja tók fjörkipp, með kjöri Trump 2016 og Brexit sama ár.

Kínaveiran er endanleg staðfesting á dauða alþjóðahyggju. Veiran er heimsvá en allar varnir eru staðbundnar, taka mið af sögu og menningu heimamanna. Gulli utanríkis slær aftur fram þeim brandara að Kínaveiran veiti alþjóðahyggju lögmæti. Það er svona álíka og að innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu 1968 réttlætti kommúnisma.


mbl.is Hálf öld síðan Ísland gekk í EFTA – aðildin aldrei mikilvægari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Ég bara vona að þér sé ekki alvara ...

Einar Sveinn Hálfdánarson, 28.10.2020 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband