Þriðjudagur, 27. október 2020
Hælisleitendur borga fyrir ófrelsið
Hælisleitendur kaupa sér flugmiða til Íslands og segja að hér á landi séu þeir vanræktir og sviptir frelsi sínu.
Ekki er heil brú í þessari röksemdafærslu.
Hvers vegna ekki að spara sér ómakið, sleppa því að kaupa farmiða til Íslands? Þá ætti hælisfólkið bæði pening og frelsi.
Útlendingastofnun segir alla fá grímur og mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þá ekki bara málið að allir þeir sem að vilja koma til íslands
þurfi að SÆKJA UM VEGABRÉFS-ÁRITUN ÁÐUR en að þeir koma til landsins
þar sem að þeir tilgreina tilgang sinnar ferðar til landsins
og hve lengi þeir ætli að dvelja?
Þannig væri hægt að komast hjá allskyns lögreglu-aðgerðum
þegar í óefni væri komið?
Jón Þórhallsson, 27.10.2020 kl. 10:37
Það væri kannski ráð að breyta verkferlum þannig og upplýsa rækilega um það að umsóknir um vist hér á landi verði aðeins teknar fyrir hjá þeim sem enn eru ekki komnir til landsins. Niðurstaða verði svo send viðkomandi þegar hún liggur fyrir og þá fyrst geti þeir komið sem fengið hafa leyfi til að koma hingað. Þeir sem ekki hafa fyrirfram leyfi til að koma hingað á að snúa við á landamærunum og gera flutningsaðila ábyrgan gagnvart slíku. Ætli dómsmálaráðuneytið sé búið að stofna greiðslukröfur á þá 6.500 sem skrifuðu sig á undirskriftalistann fyrir fjaðrafokinu um daginn? Þetta sama fólk hlýtur að ætla að standa straum af kostnaði þeirra ólöglegu innflytjenda sem það mál snérist um.
Örn Gunnlaugsson, 27.10.2020 kl. 13:25
Vekur spurningar um væntingar hælisleitenda. Var þeim talin trú um að hér drypi gull af hverju strái og að hér væri ekkert Covid helsi?
Var þeim ekkert sagt um landlæga jarðskjálfta, eldgos, einangrun landsins, vetrarhörkur og veðurham, skammdegismyrkur og atvinnuleysi?
Kolbrún Hilmars, 27.10.2020 kl. 13:25
Þeir erlendir ferðamenn sem hingað koma með flugi að vestan, þurfa að sýna fram á að þeir hafi farmiða til baka aftur. Þurfa að sanna að þeir séu komnir hingað sem ferðamenn og muni halda aftur til síns heima að ákveðnum tíma liðnum.
Hvers vegna má ekki taka upp sama fyrirkomulag um erlenda ferðamenn sem koma hingað frá Evrópu? Vissulega erum við í Shengen, en ef sú vera bannar svona einfalt eftirlit, er spurning hvort vera í þeim samtökum sé réttlætanleg.
Gunnar Heiðarsson, 27.10.2020 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.