Skemmtisport að finna rasista

Samkvæmisleikur góða fólksins er að finna rasisma í öllu mögulega og ómögulegu. Maður í brúnum jakka, tala ekki um ef hvítur miðaldra karlmaður ber klæðið, hyllir brúnstakka Hitlers.

Styttan af Ingólfi í miðbæ Reykjavíkur er rasísk, enda Golli þrælahaldari.

Íslenska birkið er hreinn og klár rasismi, næfurinn er hvítur.

Þjóðfáninn er kynþáttahyggjan uppmáluð, aldrei verið samþykktur af BLM. Dreginn að húni er komin táknmynd feðraveldisins er engu eirir, allra síst konum og öðum minnihlutahópum.

Lengi má dunda sér við hálfvitaháttinn, hafi maður nennu til.


mbl.is Rasískt merki á fatnaði lögregluþjóns til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ekki gleyma því að krossin í fánum Norðurlanda

er móðgun við múslima vegna krossfara á miðöldum.

All okkur að kenna í nútímanum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.10.2020 kl. 15:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hlýtur að vera alvarlegt mál þegar lögreglan brýtur gegn lögum sem henni er sjálfri ætlað að hafa eftirlit með og framfylgja. Að brotið sé framið í opinberu starfi eykur enn á alvarleika þess.

34/1944: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið

4. gr.
Engin önnur merki en þau, er greinir í 2. og 3. gr., má nota í þjóðfánanum.

10. gr.
Lögreglan skal hafa eftirlit með því, að enginn noti þjóðfána, sem er ekki í samræmi við ákvæði laga þessara, þar á meðal sýnishorn þau, er greinir í 9. gr., eða svo upplitaður eða slitinn, að verulega frábrugðinn sé réttum fána um lit og stærðarhlutföll reita. Má gera slíka fána upptæka, ef notaðir eru á stöng eða sýndir úti eða inni, þar sem almenningur getur séð þá.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2020 kl. 17:01

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hárrétt hjá þér Guðmundur.

Gerði mér ekki grein fyrir þessu.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.10.2020 kl. 17:55

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú ert ungur enn Guðmundur og tekinn upp á að akta eins og í Morfis,en þetta er jú skemmtisport og þú minntist á brot lögreglu varðandi þjóðfánann okkar.Linkurinn frá þér upplýsir að lögin heyri undir forsætisráðherra eða ráðuneitið,þaðan skal skipun til lögreglu koma. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2020 kl. 18:54

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Lögreglan skal hafa eftirlit með því, að enginn noti þjóðfána, sem er ekki í samræmi við ákvæði laga þessara"

Að benda á staðreyndir máls á ekkert skylt við Morfís.

Lögbrot lögreglu er ekki skemmtiisport heldur alvarlegt mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2020 kl. 20:08

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það eru nú margt sem þarf að passa upp á í lögum landsins t.d. í lögum um grunnskóla  "Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar,"

Grímur Kjartansson, 22.10.2020 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband