Miðvikudagur, 21. október 2020
Áfall fyrir stjórnarskráraðgerðasinna
Nýja stjórnarskráin fékk um 73.500 atkvæði í ráðgefandi þjóðaratkvæði 2012. Undirskriftir til stuðnings nýju stjórnarskránni árið 2020 eru aðeins tæplega 43.500. Í fyrra tilvikinu þurfti að fara á kjörstað en í því seinna aðeins að slá inn kennitölu sina í einkatölvu eða síma.
Linnulaus áróður aðgerðasinna í fjóra mánuði með stuðningi RÚV skilaði 40 prósent lélegri árangri en kosningarnar fyrir átta árum.
Aðgerðalýðræði er einmitt þetta: innihaldslausar uppákomur fólks sem líður ekki vel í eigin skinni en krefst þess einkamál fárra verði að vandamáli almennings.
Jafngildir því að 17% hafi skrifað undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi sendir RUV Stjórnarskrár félaginu reikning. Ég kæri mig ekki um að borga auglýsingarnar með mínu framlagi.
Ragnhildur Kolka, 21.10.2020 kl. 09:13
Björn Leví gæti komið með fyrirspurn um fjárhaginn hjá Stjórnarskráfélaginu hf var það fjárstuðningur frá ESB sem gerði þessa sjónvarpsauglýsingaherferð mögulega eða fengu þau verulegan afslátt hjá RUV?
Grímur Kjartansson, 21.10.2020 kl. 12:52
Langar að taka undir með ykkur um leið og ég fagna að enn breikkar bilið milli
´12 og ´20.
Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2020 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.