Aðeins helmingur hælisleitenda í vinnu - eftir 10 ár

Flóttamenn og hælisleitendur koma ekki til Evrópu að vinna, í það minnsta ekki til Danmerkur. Samkvæmt frétt Jyllands-Posten er aðeins helmingur flóttamanna í vinnu eftir tíu ára dvöl í Danmörku.

Hugmyndin að vinna fyrir sér og sínum virðist ekki geðþekk flóttamönnum. Vestræna velferðarkerfið á að halda þeim uppi.

Jafnvel þeir sem þó vinna fyrir sér og virðast aðlagast vestrænum samfélögum eiga það til að halda í ósiði frumheimkynna. Þannig fékk múslímskur læknir í Þýskalandi ekki ríkisborgararétt þegar hann neitaði að heilsa kvenkyns embættismanni sem vildi afhenda lækninum skjalið með ríkisborgararéttinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ein ráðherfan hér á landi hélt varla vatni yfir því

hvað þeirra siðir væru frábærir og framandi þegar einn Immanin í Öskjuhlíð

neitaði að taka í hönd hennar.

Þar með samþykkti hún það, að kvenfólk í þessari trú 

er ekki jafnt karlmönnum, heldur lægra settar en húsdýrin.

Sleikjuskapurinn og undirlægjuhátturinn gagnvart þessari trú

er ótrúlegur. 

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.10.2020 kl. 14:15

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef marka má fréttir "vinna" þeir fyrir sér í Svíþjóð - opinberar upplýsingar segja 40 glæpafjölskyldur berjast sín á milli um yfirráð á undirheimamarkaði.
Það er til lítils að dæla inn hundruðum þúsunda á einu bretti og ætlast til þess að tiltölulega fámennt samfélag skaffi þeim öllum vinnu.

Kolbrún Hilmars, 19.10.2020 kl. 15:25

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ef þú tekur random úrtak úr Þjóðskrá Íslands, segjum 1000 manns, hvaða hlutfall þess hóps er í vinnu?

Skeggi Skaftason, 19.10.2020 kl. 16:34

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Upp úr 1980 fór Dönum fækkandi. Kjarnafjölskyldan, hjón með eitt barn og hund hafði það bara huggulegt, en það stefndi í útrýmingu þjóðarinnar. Það var því annaðhvort að eignast fleiri börn eða flytja inn vinnusamt fólk. Vinstrisinnaðir Danir voru sannfærðir um að allir í heiminum væru eins og Danir ef þeir kynntust matnum, huggulegheitunum og gjöfulu velferðarkerfinu. 

Íslendingum fer ekki fækkandi fyrr en um miðja öldina. 

danmörk fæðingar og dauðiisland fæðingar og dauði

Benedikt Halldórsson, 19.10.2020 kl. 17:54

5 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

fake frétt 

Guðmundur Ingólfsson, 20.10.2020 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband