Mánudagur, 19. október 2020
Siðleysi, grimmd og veirufasismi
Þau tíðkast stóru orðin í umræðunni um farsóttina. ,,Engin bólusetning við grimmd," segir Economist í yfirfyrirsögn um ofbeldismenn sem klekkja á lýðræðinu í skálkaskjóli farsóttar. Enska útgáfan þykir orðvör alla jafna.
Pólitísk óreiða fylgir umræðunni um veiruna og varnir gegn henni. Þeir þykja siðlausir sem gefa hjarðónæmi undir fótinn en grimmir veirufasistar þeir er nota lok, lok og læs á samfélagið til að uppræta veiruna - og andstæðinga sína í leiðinni.
Veiran verður efst á dagskrá alþjóðastjórnmála í um tvö ár, ef sú kínverska hagar sér eins og spænska veikin fyrir hundrað árum. Við erum búin eitt ár af þessum tveim.
Hlutabréfavísitölur gera ráð hröðum efnahagsbata þegar veiru linnir. Fólk deyr en hvorki fjármagn né fasteignir eyðast. En heimurinn breytist með veirunni. Pólitíkin verður önnur. Við vitum bara ekki alveg hver.
Siðlaust og hættulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.