Þriðjudagur, 13. október 2020
Efling og sósíalísk refsistefna
Í Sovétríkjunum voru menn dæmdir fyrir ,,andfélagslega hegðun" og ,,stéttaóvinir" voru nánast réttdræpir. Einkenni þeirra rétttrúuðu er refsigleðin. Gildir líka um Eflingu.
Sólveig Anna og sósíalistarnir kynna til sögunnar nýjan glæp sem kallast ,,launaþjófnaður." Sossarnir gleyma því að við búum ekki í einstefnuríki heldur lýðræðisríki með akvegum í báðar áttir.
Ef hugmynd Eflingar um ,,launaþjófnað" nær fram að ganga verður einnig refsivert að stelast í samfélagsmiðla, spjalla í síma eða skjótast frá þegar fólk á að vera í vinnunni. Atvinnurekendur fá víðtækar heimildir til að refsa fólk sem slugsar í vinnu eða sýnir af sér hyskni. Ef það er þjófnaður þegar atvinnurekandi greiðir ekki rétt laun kemur stuldur einnig við sögu er launþegi sinnir ekki vinnuskyldu sinni upp á punkt og prik. Rétttrúnaðurinn flæðir í báðar áttir.
Líklega hefur Sólveig Anna ekki hugsað nýja hugtakið sitt um ,,launaþjófnað" til enda. Sósíalistar eru eintóna fólk, skilja ekki blæbrigði mannlífsins.
Herferð gegn launaþjófnaði atvinnurekenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei Páll,láttu þig ekki dreyma. Það er engin jafnrædishugsun hjá þessu fólki - allar tilraunir til að koma slíku á munu kalla fram uppþot og ásakanir um þrælahald.
Ragnhildur Kolka, 13.10.2020 kl. 16:31
„Heildarkröfur Eflingar vegna vangoldinna launa Eflingarfélaga námu ríflega milljarði á síðustu fimm árum. Launaþjófnaður er mun viðameira vandamál heldur en þessar tölur gefa til kynna enda fleiri stéttarfélög sem taka við erindum félagsmanna um vangoldin laun. Auk þess leitar ekki nándar nærri allt launafólk réttar síns gagnvart atvinnurekendum af ótta við að missa vinnuna,“ kemur fram í tilkynningunni.
Það´er hlutverk Eflingar að sjá til þess að vangoldin laun séu greidd eins og samningar segja til um. Hvað með trúnaðarmenn? Er þeim kennt að ásaka atvinnurekendur sem standa ekki við gerða samninga, um þjófnað? Það er skiljanlegt að engin þorir að leita til Eflingar.
Benedikt Halldórsson, 13.10.2020 kl. 16:57
Sólveg Anna er sannfærður kommúnisti og verður að skoða útfrá því. Þetta fólk er öðruvísi en við hin.
Halldór Jónsson, 13.10.2020 kl. 18:21
Nýjar auglýsingar Eflingar eru athygliverðar því stíllinn á þeim er bein vísun í sovéskan áróðursstíl. Ég er viss um að það líkar Sólveigu Önnu vel, enda reikna ég með að hennar uppáhalds tímabil í mannkynssögunni sé Stalínstíminn, hungursneyðir hans, fjöldamorð og kúgun.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2020 kl. 19:29
Sæll Páll. Lastu fréttina?
Seint mun ég mæra vinstri pólitík en þessi frétt og auglýsingaherferð Eflingar á bara ekkert skylt við pólitík. Þarna er verið að ræða um vangoldin samningsbundin laun sem atvinnurekendur hafa ekki greitt og stéttarfélög þurfa að innheimta.
Er kannski bara eðlilegt að atvinnurekendur geti tekið upp hjá sjálfum sér að greiða ekki laun samkvæmt kjarasamningum? Má þá ekki alt eins segja að launþeginn geti bara mætt til vinnu þegar honum hentar?
Kjarasamningar kveða á um lágmarkslaun. Þeir eru gerðir milli fulltrúa launþega og atvinnurekenda og síðan samþykktir af félagsmönnum hvorrar stéttar. Þeir sem ekki greiða samkvæmt kjarasamningum eru að stela, um það þarf ekki að deila.
Standi launþegi ekki við sinn hluta samningsins er hægur vandi fyrir atvinnurekandann að segja honum upp starfi og ráða nýjan starfsmann. Launþeginn getur eðli málsins samkvæmt aldrei sagt upp atvinnurekendanaum, einungis krafist þess að hann greiði það sem honum ber. Stundum þarf dómstóla til að koma atvinnurekandanum í skilning um sína ábyrgð.
Gunnar Heiðarsson, 14.10.2020 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.