Ybba-samfélagið og dagskrárvaldið

Ybbar á félagsmiðlum keppast við að hafa áhrif á dagskrá fjölmiðla. Eftir opinberan atburð, s.s. ræðu Sigmundar Davíðs á þingi, ráðstafanir í efnahagsmálum, frétt af hælisleitanda, drífa ybbarnir sig af stað að selja sitt sjónarhorn.

Færslur frá þekktum ybbum rata einatt í fjölmiðla og þar með er komin hlutdeild í dagskrárvaldi.

Pólitískur ávinningur er töluverður. Á hverjum tíma er takmörkuð dagskrá, þótt hún sé ekki afmörkuð við fyrirframgefin atriði. Fólk kemst einfaldlega ekki yfir nema takmarkað magn af upplýsingum.

Sjónarhornið er afgerandi. Ef tekst að setja rasískan stimpil á stjórnmálamann er sá kominn í veika stöðu. Ef einhver þarf að verjast ásökunum um spillingu er viðkomandi fastur í vörninni og getur ekki sótt fram með sinn málflutning.

Flestir ybbar eru vinstrimenn. Enda er vinstrislagsíða á pólitískri umræðu.


mbl.is Birtir safn af skjáskotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Miðað við gáfurnar sem þetta fólk gefur sér er ekki mikið um frumlegheit í þessum færslum. Þau styðja sig við gamla slagarann - segðu það nógu oft og þá fara allir að trúa því. Sömu innihaldslausu fullyrðingarnar verða þó á endanum leiðigjarnar.

Ragnhildur Kolka, 12.10.2020 kl. 14:49

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ybbar koma ekki til dyranna eins og þeir eru klæddir en nota vinsæla búninga til að sýna hversu djúpir og góðir þeir eru.

Ybbar hafa enga skoðun aðra en þá, sem kemur i veg fyrir að þeir falli í ónáð meðal aðalybbana í Miðgarði.

Benedikt Halldórsson, 12.10.2020 kl. 15:15

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

"Ef þú ert ekki betri en aðrir ert þú verri en aðrir. Ef þú fylgir ekki nýjasta rétttrúnaðinum ert þú villutrúar. Ófáir hátt skrifaðir ybbar hafa fallið í ónáð eftir eitt skynsamlegt tíst."

Benedikt Halldórsson, 12.10.2020 kl. 15:29

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er ekki sannfærður um að Sigmundur komist að kjarna málsins í þessari grein sinni. Ég held að kjarni málsins sé kannski fremur sá að í stað röksemda og staðreynda er umræða farin að grundvallast æ meir á tilfinningum. Með því hverfur möguleikinn til rökræðu, og með því hverfur í raun grundvöllur lýðræðisins líka á endanum. Ég hvet Sigmund til að hugsa málið dýpra því ég held að hann hafi getu til þess.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.10.2020 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband