Þrjár valkvæðar staðreyndir um veiruna

Leiki veiran lausum hala, án samfélagslegra sóttvarna, deyr fólk sem annars myndi lifa. Þetta er ein staðreynd. 100% bæling veirunnar er ómöguleg. Þetta er önnur staðreynd. Þriðja staðreyndin er að samfélagið fer úr skorðum þegar sóttvarnir, umfram þær persónulegu, eru viðhafðar. Fólk missir atvinnu sína, einangrast félagslega og mikilvæg kerfi, s.s. mennta- og heilbrigðisstofnanir, láta á sjá.

Þessar þrjár staðreyndir eru allar sannar. En þær eru líka valkvæðar: hvaða staðreynd er mikilvægust?

Svarið við spurningunni er ekki einhlítt, segja yfirvegaðir heilbrigðisvísindamenn, eins og Francois Balloux.

Yfirvöld, á hinn bóginn, geta ekki skotið sér undan því að svara spurningunni. Yfirvöld í öllum vestrænum ríkjum segja fyrstu staðreyndina mikilvægasta: Leiki veiran lausum hala, án samfélagslegra sóttvarna, deyr fólk sem annars myndi lifa.

Frumskylda yfirvalda er við líf og heilsu íbúa. Bregðist yfirvöld þessari frumskyldu hverfur lögmæti þeirra. Ólögmæt yfirvöld verða að fara frá völdum, með góðu eða illu.   

 


mbl.is Staðreyndirnar óumdeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Óttinn hefur of mikil völd.

Benedikt Halldórsson, 10.10.2020 kl. 12:37

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þegar veiran var "sigruð" í byrjun júní, dóu "aðeins" 4,2 þúsund manns daglega í heiminum. Eins og bjartsýnn verðbréfasali sem hrópar, kaupa, kaupa, töldu yfirvöld að ljósið hefði sigrað myrkrið og hrópuðu því, opna, opna. 

En Adam var ekki lengi í Paradís. Í byrjun ágúst dóu 6 þúsund manns daglega. Það þyrmdi yfir verðbréfasalann sem í örvæntingu sinni hrópaði, selja, selja, og sá strax eftir því eins og yfirvöld, sem hrópuðu, lok, lok og lás allt í stáli en gátu ekki farið til baka í miðri á.

Frá og með örvæntingunni í haust, hefur daglegum dauðsföllum í heimum fækkað jafnt og þétt, og eru nú um 5 þúsund en sveiflast daglega upp og niður eins og verðbréf á Wall Street.

Það var óþarfi að skipta út jarðbundinni sveitakrónu, yfir í óttaslegna mynt sem kostar of mikið og bjargar ekki mannslífum. 

Heimildir.

Benedikt Halldórsson, 10.10.2020 kl. 13:43

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Við verðum að lifa með veirunni. Við hættum ekki að nota bifreiðar þótt banaslys væru mjög mörg. Við jukum öryggið og slysum fækkaði. Sjóslysum fækkaði. Það er margt sem þarf að varast. Með varkárni og varúð getum við haldið veirunni niðri. Það er engin lausn að loka landinu, ekki frekar en að banna bíla. Það er engin skömm að snúa við - þótt við séum út í miðri á. Ef við opnum landið í sameiningu, rólega og með yfirvegun, geta allir verið sáttir. 

Benedikt Halldórsson, 10.10.2020 kl. 14:58

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég held, Benedikt, að um það verði samstaða að læra að lifa með veirunni. Spurningin er um að leyfa umræðunni, og veirunni í leiðinni, að ná þroska. Að lifa með veirunni verður almenn stefna með vorinu, giska ég á.

Páll Vilhjálmsson, 10.10.2020 kl. 15:59

5 Smámynd: rhansen

það verður aldrei lifað með veirunni .þá mun alltaf gerast það sama ..og við nu horfum á  ...það fer bara hring eftir hring ..og tapið meira en ágóðinn  !

rhansen, 10.10.2020 kl. 17:45

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fjórða staðreyndin, sem skiptir miklu máli Páll, er sú að flestallir eru í afar lítilli hættu, en svo er takmarkaður hópur sem er í mjög mikilli hættu. Þetta finnst mér kalla á markvissar (targeted) aðgerðir.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband