Miðvikudagur, 7. október 2020
Klám er ekki kennt í skólum, Lilja
Þjófnaður er ekki kenndur í skólum, ekki eiturlyfjaneysla og heldur ekki klám. Einstaklingar á öllum aldri tileinka sér ýmsa ósiði sem menntastofnanir geta lítið gert við. Skólar kenna siði en ekki ósiði.
Skólar eiga að mennta fólk í takt og tón við grunngildi samfélagsins. Það er leiður ósiður hópa með sértæk áhugamál að troða hugsjónum sínum inn í skólastarf og löngu tímabært að því linni.
Það er skólafólki ekki bjóðandi að leggjast í klámfræði til að þjónusta áhugahópa um þau fræði. Vitanlega á að kenna ungu fólki um býflugurnar og blómin og gera það á forsendum líffræðinnar. Í lífsleikni, heimspeki, bókmenntum og félagsgreinum eru tilfinningar eins og ást, virðing, tilhugalíf og náin samskipti rædd og túlkuð.
Í viðtengdri frétt segir að alþingi hafa falið ráðherra menntamála að gera ,,mat á áhrifum aðgengis barna og ungmenna að klámi." Lilja, þú ert ekki klámmálaráðherra heldur ráðaherra menntamála. Sendu ruglið heim til föðurhúsanna með þeim skilaboðum til þingmannanna er lögðu nafn sitt við málið að það sé rangt að klæmast með menntun.
Þetta er brýnt samfélagslegt verkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki eins og ráðherrann hafi ekki yfrið nóg á sinni kønnu með ungviðið ólæst og skrifandi.
Ragnhildur Kolka, 7.10.2020 kl. 21:33
Hvað ef Lilja hefur óbeit á þessu og finnst það alls ekki eiga við? Væri ekki nær að taka upp kristinfræði,góðir kennarar gætu svo vel rökrætt Fjallræðuna þó ekki væru þeir sterktrúaðir,það væri góð umræða um siðfræði á þessum fordæmalausu tímum.
Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2020 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.