Trump, Biden og tvíeðli Bandaríkjanna

Sitjandi forseti telur Bandaríkin á réttri leið. Risinn úr rekkju Kínaveirunnar hvetur hann landsmenn til að fylkja sér um bandaríska drauminn.

Biden áskorandi er fullur bölmóðs og segir Bandaríkin ruslahrúgu kóvits og kynþáttahaturs.

Tvíeðli bandarísku þjóðarsálarinnar birtist glöggt í Trump og Biden. Fyrstu evrópsku landnemarnir, að Þorfinni og Guðríði frátöldum, voru púrítanar, hreintrúarmenn, er sáu syndina í hverju horni og biðu heimsloka. Síðar komu áræðnir menn þreyttir á gömlu Evrópu og töldu vestrið land tækifæranna.

Sigri Biden leggst bölmóður yfir vestrið en fái Trump betur sést til sólar. 


mbl.is Hress og hlakkar til nýrra kappræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta fyrirbæri Covid-19 eftir allt nútíma Trjóuhestur,? 

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2020 kl. 18:47

2 Smámynd: Sigurður Helgi Magnússon

Efast um að forsetinn lifi þetta af en vonandi nær hann bata. Hann er hress á sterunum en það er þekkt aukaverkun.

Sigurður Helgi Magnússon, 6.10.2020 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband