Bæling, ekki hjarðónæmi

Orðtakið að skipta ekki um hest í miðri á er lýsandi fyrir farsóttarsamfélagið sem er Ísland í dag. Bælingarstefnan var allsráðandi á vesturlöndum í vor og við sitjum enn þann hest. Þótt útfærslur væru ólíkar, sbr. Svíþjóð, var í grunninn sama stefnan ráðandi, að kappkosta bælingu.

Ef veiran fengi að leika lausum hala í þrjá mánuði, og aldraðir og veikir teknir út fyrir sviga, yrði til hjarðónæmi á þremur mánuðum, segir faraldsfræðingurinn Sunetra Gupta í Oxford og fær stuðning frá lærðum félögum.

En hjarðónæmisstrætisvagninn er farinn. Samfélagið er gírað inn á bælinguna. Við sitjum uppi með fyrri ákvarðanir, jafnvel þó, svona eftir á að hyggja, þær hafi ekki endilega verið þær heppilegustu.

Sóttvarnarþreytu gætir í vaxandi mæli. Sú þreyta gæti leitt til þess að samfélög reyndu að hlaupa uppi ónæmisvagninn. Og enn bólar ekkert á bóluefninu. 


mbl.is Boða hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hjarðónæmisvagninn er farinn, en bælingarvagninn er búinn að keyra út í skurð.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 13:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

bóluefnin eru til. Þau stranda á ýtrustu varfærni landlækna. Ég vil fá þau at my own risk

Halldór Jónsson, 6.10.2020 kl. 13:37

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Geturðu ekki keypt þér kínverskt bóluefni á Ebay Halldór?

Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 16:44

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha, ha Páll.

Þú vísar áfram í alvöru fólk sem hefur ekki getað vísað í praktíska leið til að framkvæma tillögur sínar.

Gunnar Heiðarson benti þér á vankanta þessar útópíu að það væri hægt að sýkja samfélög án þess að drepa fólk.

Þú hefur samt ekki skipt um hest í miðri á, sem vekur upp spurningar hvort það sé skynsamlegt.

Að mæra dauðastefnuna en um leið þykjast ennþá styðja sóttvarnir.

Þú ert ekki heimskur Páll, eitthvað annað hlýtur að skýra umvendingu þína.

Ekki rök eða skynsemi sem þú hefur áður mært.

Vona að það sé ekki ný jakkaföt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2020 kl. 17:27

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem vilja hjarðónæmi ættu bara að taka sjálfir af skarið og halda eitt risastórt Covid partí þar sem þeir geta smitað hvorn annan að vild, farið svo í einangrun og látið okkur hin í friði á meðan og þar með talið heilbrigðiskerfið okkar sem má ekki yfirfyllast.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2020 kl. 18:26

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Guðmundur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2020 kl. 20:26

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hjarðónæmi er í raun og veru eina strategían sem virkar í þessu, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Setja frekar milljarðana í að keyra upp afkastagetu heilbrigðiskerfisins en að bæta afleiðingarnar af sóttvarnaraðgerðunum, einangrum þá sem eru viðkvæmastir/hræddastir (eins og Ómar Geirsson) og reynum að klára málið eins hratt og hægt er. Það gengur ekki að tefja þetta endalaust, bæði vegna þess að það hefur grafalvarlegar afleiðingar fyrir tugþúsundir fólks og ekki síður vegna afleiðinganna sem það hefur á líf þeirra sem eru í mestri hættu. Gleymum því ekki að þetta leggst gríðarlega misjafnt á fólk eftir hópum. Dánarlíkur þeirra sem komnir eru yfir 75 ára aldur eru allt að 25% en dánarlíkur heilsuhraustra einstaklinga undir sextugu eru nánast núll.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband