Sunnudagur, 4. október 2020
Trump og heimsfriðurinn
Trump er pólitísk mótsögn. Kjör hans 2016 leiddi til innanlandsófriðar í Bandaríkjunum en friðsælla varð í heiminum. Trump dró úr átökum í Austur-Evrópu og stefna hans eykur friðarlíkur í miðausturlöndum.
Í heimalandi forsetans er aftur vargöld menningarstríðs.
Trump er hvorki upphaf né endir á álitamálum friðar og ófriðar, í Bandaríkjunum eða á alþjóðavísu. Falli Trump, hvort heldur fyrir Kínaveirunni eða bandarískum kjósendum, er ekki um það að ræða að af-trumpvæðast, láta eins og veröldin hverfi til baka í fyrra horf.
Hitt er líklegra að lausung aukist á milli þjóða. Blóðsúthellingar verði í Austur-Evrópu og miðausturlöndum á meðan andstæðingar í þessum heimshlutum lesa í spil nýrra ráðamanna í Washington. Hvað Bandaríkin sjálf áhrærir er nær öruggt að menningarstríðinu linnir ekki í bráð.
Hætt er við að margir svarnir andstæðingar Trump munu horfa til kjörtímabilsins 2016-2020 og sakna leiðtogans. Óvissutímar án leiðtoga eru eins og geðsjúkrahús í höndum sjúklinga.
Trump: Mér líður mun betur núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var þá bara ekki settur upp gamanleikur Páll síðast þegar það gerðist, óttinn tilhæfulaus??
En góð greining, Trump endurspeglar, hann er ekki skýring sem slík.
Stærsti glæpur hans, sem hefur magnað upp botnlausan áróður og kynnt hatur, var sú ósvífni hans að ráðast gegn frjálsu flæði starfa og verðmæta úr landi, kennt við glóbal, menningarátökin í Bandaríkjunum eiga sér vissulega rætur, en kyndarinn vinnur ekki kauplaust.
Menn bæta ekki kjör hinna ómenntuðu, bæði með því að fjölga störfum sem og að þrýsta upp kaupgjaldi, án þess að vera krossfestir lifandi.
Enda ógnar slíkt bæði stöðu hinna ofsaríku sem og atvinnugóðmennanna sem þrífast best á hinni tilbúnu eymd.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2020 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.