Laugardagur, 3. október 2020
Stjórnarskrárbrölt í þágu EES og Evrópusambandsins
Í gær birti norska Stórþingið greinargerð um Íslandi og EES-samninginn. Ástæðan er vitanlega sú að Noregur er ásamt Íslandi aðili að EES, sem aftur er aukaútgáfa af Evrópusambandinu.
Fyrirsögn greinargerðarinnar upplýsir meginatriði hennar: ,,Ísland gefur ekki EES/ESB forgang á þjóðarrétt." Í meginmáli er útskýrt að deilan við íslensk stjórnvöld sé frá árinu 2012, já tvöþúsund og tólf. Íslensk stjórnvöld bera því við að framsal á valdheimildum til EES/ESB stangist á við stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
Hvað var að gerast á Íslandi árið 2012? Jú, vinstristjórn Jóhönnu Sig. reyndi sitt ítrasta að framselja fullveldið til Brussel með því að gera Ísland að hjálendu Evrópusambandsins og í leiðinni að breyta stjórnarskrá okkar.
Umsóknin um ESB-aðild dagaði uppi áramótin 2012/2013. En ESB-sinnar gefast ekki upp. Með Bessastaðabóndann í broddi fylkingar segja þeir: ,,Stjórnarskrá verður aldrei meitluð í stein."
Guðni Th. forseti lifir í fortíðinni, líkt og sálufélagar hans. Heimsmyndin frá 2012 er gerbreytt, Evrópusambandið er vandamál en ekki lausn fyrir Ísland. Brexit, úrsögn Breta úr ESB og þar með EES, gerir bandalagið í Brussel að meginlandsklúbbi Evrópuþjóða. Þangað á Ísland ekkert erindi.
Síðustu 200 árin er Ísland á bresk-bandarísku áhrifasvæði. Jörundur hundadagakonungur kom hingað á bresku skipi 1809 og reyndi byltingu. Breskur floti tók Ísland hernámi vorið 1940 og framseldi landið Bandaríkjunum ári síðar, með samþykki Íslendinga. Í valdapólitísk Norður-Atlantshafsins er Evrópusambandið núll og nix.
Guðni Th. forseti og aðrir ESB-sinnar reyna að troða Íslandi með góðu eða illu inn í Evrópusambandið. Stjórnarskrármálið er prófsteinn.
Við höfum séð það svartara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri hörmulegt ef satt reyndist að núverandi Forseti Íslands væri í raun og veru handbendi erlendra hagsmuna gegn þjóð sinni, en vonandi er hér einungis um að ræða svartsýni og ástæðulausan ótta.
Jónatan Karlsson, 3.10.2020 kl. 11:14
Maður hefur séð suma halda því fram að það sé bara nöldur í Morgunblaðinu að Brexit sé að stranda á fiskveiðunum en svo er alls ekki og Bretar vilja bara fá sama fikveiðisaming og Norðmenn
Brexit LIVE: Boris Johnson to demand Macron MUST cave on fishing in make-or-break summit
Grímur Kjartansson, 3.10.2020 kl. 11:43
Jónatan Karlsson.
Þú ert bláeygður eins og svo margir íslendingar varðandi þennan forseta vor Guðna Th. Hann er og hefur alltaf verið ESB sinni og að það komi fólki á óvart er ofar mínum skilningi.
Birna Kristjánsdóttir, 3.10.2020 kl. 11:48
"Guðni Th. forseti og aðrir ESB-sinnar reyna
að troða Íslandi með góðu eða illu inn í Evrópusambandið".
-----------------------------------------------------------------------------
Þá er nú ekki mikið haldreipi í þeim ÖRYGGISVENTLI
sem að forsetaembætið á að vera.
Jón Þórhallsson, 3.10.2020 kl. 12:08
Sama fólkið sem vill eyðileggja velferðarkerfið með of mörgum á flóttamönnum eru líka erindrekar þess að við göngum í Evrópusambandið. En Íslendingar hafa ekki áhuga á ESB. Við viljum vera sjálfsstæð þjóð.
En ef við flytjum inn nógu marga flóttamenn sem við getum ekki séð farborða, er augljóst að við erum of vitlaus til að vera sjálfsstæð þjóð. Þegar botninum er náð í flóttamannafíkninni játum við okkur sigraða og leitum til æðri máttar ESB.
Við erum með sakaskrá. Íslenskir barnaníðingar fá ekki á vinnu á leikskóla. Foreldrar sem segja börnum sínum að treysta ekki ókunnugum, treysta sjálf bláókunnum vegarbréfalausum mönnum á flótta - í blindni - og grobba sig á netinu yfir góðmennskunni. Börn þeirra sjá hræsnina og fyrirlíta foreldra sína.
Glæpamenn eru alltaf á flótta undan réttvísinni. Í stórum hópi flóttamanna eru m.a. barnaníðingar á flótta, þrælasalar á flótta, melludólgar á flótta, brennuvargar á flótta, hryðjuverkamenn á flótta, félagar í glæpahringjum á flótta, handrukkarar á flótta, smyglarar á flótta, nauðgarar á flótta, morðingjar á flótta og - heiðarlegir á flótta.
En í huga fólks sem lifir í eigin hugarheimi án jarðtengingar nema kannski tengingu við ESB, eru hætturnar hunsaðar. Það er eins og yppta öxlum þegar ókunnugur maður gefur börnunum í hverfinu nammi eða þykjast ekki finna reykjarlykt í stigagangi.
Benedikt Halldórsson, 3.10.2020 kl. 12:13
Hvað eru þeir kallaður sem eru eðlilega tortryggnir og treysta ekki ókunnugum flóttamönnum í blindni né erindrekum þeirra sem við þekkjum ekki?
Já, það er rétt til getið. Rasistar og nasistar.
Benedikt Halldórsson, 3.10.2020 kl. 12:28
"Guðni Th. forseti og aðrir ESB-sinnar reyna
að troða Íslandi með góðu eða illu inn í Evrópusambandið".
-----------------------------------------------------------
Páll Vilhjálmsson hlýtur þá að sjá á eftir öllum sínm
SKATTKRÓNUM
sem að fara í að brauðfæða forsetann; eða hvað ?
Jón Þórhallsson, 3.10.2020 kl. 12:39
Það á að taka við fólki sem er í raunverulegri hættu en yfirleitt kemst það ekki á flótta undan - hryllingsklerkunum í Íran.
The EU is, despite all its sanctimonious lecturing about human rights, unapologetically assisting a regime that is publicly committing some of the worst human rights abuses ever. Did the European leaders hear about the latest executions of innocent protesters such as Navid Afkari, who was apparently tortured into a false confession? Did they hear about the four teenagers who will have their fingers amputated as a punishment for stealing, also, according to them, after being tortured until they "confessed"?
gatestoneinstitute.org
Benedikt Halldórsson, 3.10.2020 kl. 13:25
Við eigum að vera sjálfsstæð þjóð með sjálfstæða hugsun. Við verðum að geta staðist áróður og lygar snákasölumanna.
Benedikt Halldórsson, 3.10.2020 kl. 13:34
Takk Benedikt, engu við þetta að bæta.
það lá fyrir að forsetinn var ESB sinni áður en hann var kosinn. Engu að síður kaus fólk hann til að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Það er að verða hverjum manni ljóst, sem vill vita, að lengri menntun færir ekki meira vit.
Ragnhildur Kolka, 3.10.2020 kl. 14:23
Þakka þér, Ragnhildur.
Benedikt Halldórsson, 3.10.2020 kl. 17:18
Hvað er það annað en að "lifa í fortíðinni" að núverandi stjórnarskrá er með tæplega þrjátíu upphafsgreinarstjórnarskrár, sem voru settar upphaflega í stjórnarskrá Dana 1849 til að friðþægja dönskum konungi og lifa enn í íslensku stjórnarskránni, nema að það er búið að skipta konungnum út og setja forseta í staðinn?
Ómar Ragnarsson, 3.10.2020 kl. 19:33
Nei Ómar,með fortíðinni annars værum við ekki þessir eldheitu ættjarðar-ástvinir.
Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2020 kl. 02:14
Í mínum huga er tvennt sem máli skiptir varðandi stjórnarskrána frá 1944 (í þessu samhengi).
Ég skrifaði Umboðsmanni Alþingis snemma árs 2014 og spurði hvernig og hvar maður kærir stjórnlagabrot. Fékk símleiðis það svar að enginn vissi það og það hefði aldrei verið gert! Þrem árum síðar spurði ég aftur sömu spurningar og fékk þá það svar að Héraðsdómur Reykjavíkur sinnti því (sem er glöggum fyndið svar).
Varðandi Evrópubandalagið, þá þykir mér dálítið undarlegt hversu margir vilja stökkva um borð í strandað skip.
Guðjón E. Hreinberg, 4.10.2020 kl. 03:58
Steinninn sem er að velta hlassinu í stjórnarskrármálinu er orðið:,, einkaeign" Andstæðingar nýrrar stjórnarskrár vilja orðið:,,einkaeignarréttur" í staðinn, til að tryggja, með lagaflækjum, að þjóðin geti ekki hróflað við núverandi kvótakerfi. Getur verið að þjóðir ESB, sem hafa undirgengist sameiginlegar reglur, séu ekki sjálfstæðar? Danir, Svíar, Finnar,Þjóðverjar osfrv....? Missir þjóð sjáldstæði ef hún semur við aðrar þjóðir?
Tryggvi L. Skjaldarson, 4.10.2020 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.