Fræðileg kynþáttahyggja skotmark Trump

Fræðileg kynþáttahyggja er á ensku kölluð critical race theory. Alfræðiútgáfan Britannica skilgreinir fyrirbærið:

Fræðileg kynþáttahyggja er sú skoðun að lög og stofnanir samfélagsins séu með innbyggða kynþáttafordóma (rasisma) og að kynþættir séu hvorki líffræðilegir né náttúrulegir heldur félagslega skilgreindar hugmyndir sem hygla efnahagslegum og pólitískum hagsmunum hvítra á kostnað litaðra.

Donald Trump forseti segir fræðilega kynþáttahyggju samfélagslegt krabbamein og skar upp herör gegn útbreiðslu kennisetningarinnar. Helstu hugmyndafræðingar stefnunnar eru vinstrisinnaðir háskólaprófessorar í Bandaríkjunum.

Fræðileg kynþáttahyggja gefur sér að hvítir menn séu almennt og yfirleitt rasistar, segir James Lindsay sem hefur skrifað bók um þessa hugmyndafræði sem á víðar hljómgrunn en í Bandaríkjunum. Til dæmis á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er engin sannleikur samkvæmt kenningunni. Aðeins er tekið mark á rökum og tölulegum staðreyndum ef hvíti maðurinn játar sekt sína - með rökum.

Það er ekki tekið mark á lituðum manni eins og Morgan Freeman sem trúir ekki á kerfislægan rasisma. Það er heldur ekki tekið mark á konum sem taka ekki undir vælið um kerfislægt ofbeldi feðraveldisins. 

Aðeins er tekið mark á fólki sem samþykkir kenninguna. Hinir geta étið það sem útu frýs.

Hvítu karlarnir verða að gefast upp andlega og haga sér eins og aular það sem þeir eiga eftir ólifað, annars skella á friðsöm mótmæli með tilheyrandi ofbeldi og eyðileggingu. En fyrst þarf að að flytja inn undirokað fólk í stórum stíl, eins og flugelda fyrir áramót.

Benedikt Halldórsson, 2.10.2020 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband