Stuðningur við guð - og risaeðlur

Guði var skipt út fyrir náttúruna af menntamönnum fyrir 300 árum. Heill kafli í sígildri bók Paul Hazard um hugarfarskreppu Evrópu er tileinkaður þessum umskiptum. Almenningur var heldur seinn að tileinka sér boðskapinn. En afleiðingarnar blasa við. Guðstrú er einkamál annars vegar og hins vegar til hátíðarbrigða á jólum, páskum og við athafnir eins og fermingu og brúðkaup. 

Trúin á náttúruna og meint lögmál hennar er aftur allsráðandi. Vinstrimenn stukku síðast á þann vagn, eftir fall kommúnismans þegar veraldleg Paradís á jörðu breyttist í martröð.

Náttúrutrúin er með embættismenn á sínum snærum að útskýra opinberunina fyrir fáfróðum almenningi, líkt og prestar höndla með guðstrú.

Ekki þarf að leita lengi til að koma auga á mótsagnir náttúrutrúar. Í viðtengdri frétt, um stuðningsyfirlýsingu við náttúruna (les guð), segir að ,,end­ur­heimt vist­kerfa" sé forgangsmál.

Náttúran - óvart - bæði býr til og tortímir vistkerfum. Einu sinni gengu risaeðlur á guðs grænni jörð. Náttúran tortímdi þeim. Vill Gummi umhverfis ,,endurheimta vistkerfi" risaeðla? Kannski að Gumminn vilji aðeins fara 12 þúsund ár aftur í tímann og ,,endurheimta vistkerfi" síðustu ísaldar? Eða, nær í tíma, má bjóða Gumma greinda miðaldahlýskeiðið frá 900 til 1300 þegar kornakrar voru á Grænlandi?

Trú, hvort heldur á guð eða náttúruna, er manngerð. Karl gamli Marx vissi það og bætti við: trúin er ópíum fólksins.


mbl.is Stuðningsyfirlýsing við náttúruna undirrituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þannig að þú Páll trúir ekki á neinskonar "GUÐ" 

né að Jesú Kristur hafi gert öll þau kraftaverk

sem að getið er um í NÝJA-TESTAMENTINU?

En trúir þeim meira á Darwin og apana hans; eða hvað?

Jón Þórhallsson, 1.10.2020 kl. 11:35

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í fararbroddi náttúrutrúarinnar eru Sameinuðu þjóðirnar sem stjórna sér ekki sjálf frekar en Sovétríkin sálugu, sem settu sér líka göfug markmið sem hljómuðu vel. Almenningur veitir S.Þ. ekkert aðhald með lýðræðislegri þátttöku, en þess í stað keppast höfðingjasleikjur um völdin og tignirnar. Sú valdabarátta "velur" á endanum grimma, ósvifna blekkingameistara í "miðstjórn" sem gefa aldrei neitt eftir, ekki frekar en kollegar þeirra á miðöldum. 

Hlutverk okkar er að "sýna ábyrgð" og hlýða. Við eigum að marsera saman til góðs. Andri Snær kynnti þá hugmynd, sem er að gerjast meðal vitringa, að skilgreina óhlýðni í loftslagsmálum sem glæp gegn mannkyni. Guðlast er ekki liðið í náttúrutrúnni, að fólk sé á valdi hins illa. 

Glóbalismi er plága eins og miðstýrður sósíalismi. Sjálfsstæð þjóð líkist frekar vel reknu einkafyrirtæki, þar sem allir hafa yfirsýn og þekkja reksturinn. Þjóðin kýs í stjórn. 

Furðu margir hægri sinnaðir Íslendingar vilja frekar koma á miðstýrðum sósíalisma af verstu sort um heim allan, vegna andúðar sinnar á persónu Trump sem hefur fengið þrjár tilnefningar til friðarverðlauna Nóbels. 

Hvers vegna? Hvað með það þótt kallinn sé ekki fullkominn? Á að fórna einstaklingsfrelsinu vegna andúðar á persónu Trumps - fyrir sósíalisma? Trump á ekki langt eftir en einræðissósialismi er ódrepandi.  

Benedikt Halldórsson, 1.10.2020 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband