Mánudagur, 28. september 2020
Borgarar og ekki-borgarar
Íslenskur þegn er borgari lýðveldisins. Á Íslandi býr hann að réttindum og ber skyldur. Útlendingur er ekki í sömu stöðu. Hann er hvorki íslenskur þegn né borgari hér á landi. Þar af leiðir nýtur hann hvorki sömu réttinda og Íslendingar né ber sömu skyldur.
Fyrirmæli um sóttkví höfða til þegnskapar, þau eru öðru fremur samfélagslegt skylduboð þótt reglur um sóttkví séu einnig skráðar og brot á þeim varða viðurlögum.
Þegar Víðir spyr
Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti eða viljum við búa í samfélagi þar sem við treystum borgurunum?
vantar inn í spurninguna næmni fyrir hugmyndinni um þegnskap. Útlendingar eru borgarar, bara ekki Íslands, heldur einhvers annars ríkis. Þegnskapurinn er við önnur gildi og annað samfélag.
Enginn er heimsborgari þegar kemur að þegnskap. Virk landamæri eru nauðsynlegri en nokkru sinni áður. Ísland verður að segja sig frá Schengen-samstarfinu sem er til óþurftar fyrir land og þjóð.
Spurning um samfélagið sem við viljum búa í | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Magnús Norðdahl er búinn að segja að maðurinn megi vera hér um aldur og ævi og þar með verða ríkisborgari hvaða fortíð sem hann annars á í hryðjuverkasamtökunum sem hann er félagi í. Nefndin er búin að úrskurða og þá stóð ekki á Magnúsi að vita hvar þeu héldu sig sem hann var búinn að neita áður opinberlega fyrir lögreglu.
.Veit einhver hvort maðurinn er faðir barnanna eða hvort foreldrarnir eru hjón?
Halldór Jónsson, 28.9.2020 kl. 18:03
Hver er tilgangurinn? Markmiðið? Það veit engin. Það fást engin svör en þess í stað er skellt í siðapredikun sem engi skilur. Nú, ef það dugar ekki kemur hefðbundinn ásökun um rasisma og nasisma. Það versta er að látið er sem malið snúist um hið góða gegn hinu illa. Hver ákvað að gera íslenskan ríkisborgararétt einskis virði?
Benedikt Halldórsson, 28.9.2020 kl. 18:31
Áróðurinn fyrir þjóðflutningum norður í velferðakerfi sem getur ekki séð fyrir öllum og stefnir í hrun, er m.a. að hlýnun jarðar reki fólk norður í kuldann! Það breytur engu hversu fjarstæðukenndar skýringarnar eru. Fólkið sem er í aðstöðu til að hlýða ekki eins og hundar, hlýðir alltaf eins og hundar, til að halda stöðu sinni. Við sem lemjum á lyklaborðið myndum kannski bara bugta okkur og beygja líka, ef við stæðum frami fyrir Valdinu.
Benedikt Halldórsson, 28.9.2020 kl. 19:16
Það er nú raunar til fólk sem er ekki svo þröngsýnt og heimskt að hafa enga ábyrgðarkennd gagnvart öðrum en þeim sem hafa sams konar vegabréf og það sjálft.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.9.2020 kl. 20:02
Mig grunar að afstaðan til "okkar minnstu bræðra" í Afríku og í miðausturlöndum sé á misskilningi byggð. Það er gríðarlegur mannauður í Afríku sem á eftir að springa út. Það verður kannski byggilegra í Nígeríu um næsti aldamót en á hjara veraldar í kulda og tekki - án velferðarkerfis. En fólk er fast í "við erum bestir í heimi" til hægri og vinstri. Víti nasismans er þekkt en yfirlæti vinstra fólks sem lítur niður á múslíma og íbúa Afríku er lúmskara.
Benedikt Halldórsson, 28.9.2020 kl. 20:02
Íbúar Nígeríu verða um 800 milljónir um næstu aldamót. Að sjálfssögðu munu þeir bjarga sér og gott betur en það. Þeir þurfa ekki ölmusu okkar.
Benedikt Halldórsson, 28.9.2020 kl. 20:14
Fyrirmæli um sóttkví höfða til mennsku og tillitsemi, við getum bæði smitað og smitast. Landamæri geta vissulega auðveldað sóttvarnir og stundum þarf að takmarka ferðir innan landamæra, eins og þegar ferðir voru alfarið bannaðar milli norðaustur- og suðvesturlands í spænsku veikinni.
"Þegnskapur" er eitthvað allt annað, það hugtak byggir á hlýðni við yfirvald og er fínna orð fyrir tribalisma. Það er t.d. þegnskapur sem gerir stríð möguleg, þegar ungum mömmun er att til að drepa aðra unga menn. Ef engir menn myndu sýna þegnskap væru flest stríð á milli landa nánast óframkvæmanleg.
Skeggi Skaftason, 28.9.2020 kl. 20:55
Ég er orðlaus yfir þessari samúðarhræsni þessa svokallaða góða fólks á kostnað annarra.
Kristinn Bjarnason, 28.9.2020 kl. 21:11
Mig langar aðeins til að benda þér á það Skeggi Skaftason að allt þetta tal um stríð og Ísland er fáránlegt. Íslendingar hafa engan her, eru of fámennir og óskipulagðir til að stunda hernað. Þessvegna hefur orðið þegnskapur allt aðra merkingu í íslenzkum veruleika en veruleika stórþjóðanna. Agi, þjóðerniskennd, samstilling, þegnskapur og margt annað, þetta er nokkuð sem væri hollt fyrir okkur sundurlausa, eigingjarna og óskipulagða Íslendingana.
Svo er það annað, stríð á okkar tímum eru allt annars eðlis en stríð fyrir 100 árum. Stríð á okkar tímum eru jafnan háð með stefnuvirkum og smásmugulegum vopnum, og þar spilar netið eina aðalrulluna og hátæknin. Það er sennilega meiri hætta á stríðum vegna slysni, tæknimistaka eða tölvuárása, því vonandi eru stórþjóðaleiðtogarnir ekki svo vitlausir að halda að þeim gagnist eitthvað að sprengja jörðina milljón sinnum í tætlur með þeim vopnum sem þeir hafa af fávizku sinni komið sér upp.
Viðskiptastríð þau sem Trump forseti hefur staðið fyrir eru mun meira í anda nútímans en þetta hefðbundna vopnaskak.
Ingólfur Sigurðsson, 29.9.2020 kl. 06:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.