Smit berst á milli fólks - punktur.

Ísland er eyja, þótt komið sé í tísku að tala um landamæri á Miðnesheiði. Ef ekkert smit er í landinu þá er aðeins einn möguleiki, - að smit komi með ferðamönnum, íslenskum eða erlendum.

Nú er í sjálfu sér ekkert stórmál hvers lenskur smitberinn sé, heldur hitt að hann er ferðamaður.

Þrátt fyrir tvöfalda skimum á ferðamönnum er alltaf hætt við að smit berist inn i landið.

En við getum gert okkur vonir um að yfirstandandi þriðja bylgja farsóttar hjaðni innan fárra daga. Einmitt af því við búum á eyju og stundum sóttvarnir.


mbl.is Ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvaða sóttvarnir Páll?

Vertu núna heiðarlegur og viðurkenndu að þegar skóli eftir skóli tilkynnir skerta starfsemi vegna sóttkvíar hvort sem það er starfsfólks eða nemanda, og þjóðarspítalinn er á rauðu hættustig, vegna smita sem má tengja við fyllerí, hóphittinga, eða aðra þá hegðun sem vanvirðir sóttvarnir, að þá er ekkert sem bendir til að bylgjan sé að hjaðna.

Eða hvaða rök getur þú fært fyrir að fyllerí um þessa helgi hafi ekki sömu áhrif og fyllerí síðustu helga??

Við erum komnir á sænsku leiðina Páll, þegjandi og hljóðalaust.

Það er nefnilega mýta að Svíar hafi ekki gert neitt, þeir gerðu margt, til dæmis um hásumarið gat bróðir minn ekki farið í frí nema um 2 kílómetra frá heimili.  Og það er aðeins nýbúið að opna fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimili, og þó með takmörkunum, ef marka má grein sem ég las nýlega.

Svíarnir sættu sig við línulega fjölgun, mannfallið var vegna þess að þeir voru ekki viðbúnir með sóttvarnir á hjúkrunarheimilum, sem og að grasserandi smit út í samfélaginu, hlýtur fyrr eða síðar leita inná viðkvæma staði eins og hjúkrunarheimili.

Sem og að fólk í áhættuhópum hvarf úr samfélaginu hátt í hálft ár.

Hvað olli stefnubreytingu Þórólfs??

Þú ættir að spyrja þeirrar spurningar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.9.2020 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband