Laugardagur, 26. september 2020
Lög, siðir og pólitík
Deilur um hver skuli taka autt sæti hæstaréttardómara í Bandaríkjunum sýna náið samband laga, lagatúlkunar og stjórnmála.
Lög eru í grunninn siðaboð, mæla fyrir um hvað má, hvað ekki og viðurlög við brotum. Ein elstu. Ein elstu þekktu lögin, kennd við Hamúrabí og eru meitluð í stein tæplega 2000 árum fyrir Krist, lögbjóða siði í viðskiptum, einkalífi og félagslegu samneyti. Lagatöflur Rómverja voru upphaflega siðaboð rómverska lýðveldisins en urðu alþjóðaréttur eftir því sem Rómarveldi óx. Á alþingi árið þúsund sagði Þorgeir Þorkelsson að við yrðum hafa einn sið og ein lög.
Æðsti dómstóll fer með endanlegt vald í túlkun á gildandi siðum í umdæmi dómstólsins. Í Bandaríkjunum eru tveir hópar, líkt og í Róm á mörkum lýðveldis og keisaratíma, sem berjast hatrammri baráttu um hvert skuli vera ríkjandi siðalögmál: frjálslyndir og íhaldsmenn.
Í Trump sameinast tvö rómversk stórmenni, Júlíus Sesar og Ciceró, sem hvor var í sínum hópnum. Vondu fréttirnar fyrir Trump eru að Sesar og Ciceró féllu báðir fyrir morðingjahendi.
Trump tilnefni Barrett í sæti Ginsburg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spurningin er hvort að franska kosningakerfið myndi ekki henta betur í USA heldur en tveggja blokka-kerfið?
Jón Þórhallsson, 26.9.2020 kl. 09:51
Góðir punktar, áhugaverð niðurstaða. Hér mætti bæta við tvennu, annars vegar að aðferðir Kaþólsku kirkjunnar varðandi galdradóma voru byggðar á Hammúrabí og að sagan af musterisþjóninum og Pétri varðandi afhoggna eyrað er bein tilvitnun í lagasáttmála Hammúrabís.
Varðandi Allsherjarþing Þjóðveldis fyrra, langar mig að bæta því við að sú ríkissmiðja varðveitti 39 sjálfstæð héraðsþing (þegar mest var) og að hlutverk Allsherjarþings á Þingvöllum var að samræma siðferði þeirra til að tryggja frumspekilegt réttlæti handa landsmönnum.
Guðjón E. Hreinberg, 26.9.2020 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.