Fótboltamenn hættir að krjúpa

Enskir knattspyrnumenn tóku upp á því að krjúpa kné í upphafi leiks í vor. Ástæðan er að vinstrimenn í Bandaríkjunum gáfu út að allir væru rasistar er ekki krupu í upphafi kappleiks. Við búum í heimsþorpi með allri þeirri vitleysu er fylgir og sauðirnir fylgja hjörðinni.

Nema hvað, enskir eru smátt og smátt að hætta að krjúpa áður en tuðrunni er sparkað. Gamall framherji, Les Ferdinand, sem nú er hjá QPR útskýrir: þetta er þykjustusamúð.

Að krjúpa sýnir auðmýkt. Þegar menn falla á kné fyrir rætinni vinstrimennsku blasir ekki við auðmýkt heldur aumingjaháttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Án gríns, þá hvarflaði að mér að enska deildin væri að breytast í þá afrísku í leikjum helgarinnar, því mér virtist meiri hluti leikmanna svartir eða blendingar.

Jónatan Karlsson, 21.9.2020 kl. 17:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Leslie eða Les Ferdinand les og tæklar hálfvitaganginn sem vinstrið skáldar upp af minnsta tilefni,sjálfur er hann dökkur á hörund og topp knattspyrnumaður. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2020 kl. 18:51

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ef einhvern tímann hefur verið boðið upp á kennslustund í hjarðhegðun þá er það þessi knéstaða íþróttamanna. Látum nú vera að mussuhjørðina hafi fylgt Grétu í blindni, en þessir fotboltastrákar eru moldrikir og vita að frami þeirra er engum øðrum að þakka en þeim sjálfum. Það er rétt, þetta er ekki auðmýkt heldur aulagangur. 

Ragnhildur Kolka, 21.9.2020 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband