Fimmtudagur, 17. september 2020
Neðanmálsgrein hættir í Vinstri grænum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir sig úr þingflokki Vinstri grænna, ,,endanlega" að eigin sögn.
Rósa Björk var aldrei fyllilega hluti af Vinstri grænum. Hún er ákafur ESB-sinni og átti meiri samleið með Samfylkingunni en Vinstri grænum.
Það er svo aftur talandi dæmi um vinnubrögð samfylkingarsinna að þeir sæta færis að koma höggi á aðra vinstriflokka þegar verst stendur á fyrir málstaðinn.
Saga vinstrimanna, frá stofnun Kommúnistaflokksins fyrir 90 árum, er saga sundrungar.
Rósa B. er neðanmálsgrein í sögunni endalausu um innbyrðis ósætti vinstrimanna.
Rósa Björk kveður Vinstri-græna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar sem eina stefnumál Pírata er óánægja
þá hlýtur sá flokkur að vera sópa til sín fylgi þessa daganna
Grímur Kjartansson, 17.9.2020 kl. 15:09
Hún sagði að hún ætlaði að starfa af krafti á Alþingi. En er nokkuð annað en launin sem hún sækist eftir á Alþingi??
Sigurður I B Guðmundsson, 17.9.2020 kl. 15:33
Lítið veitt henni athygli;Varla staðið með löndum sínum- mörgum illa höldnum. Svo allt í einu orðin móðir Teresa,jú samúðin er sumum atvinna.
Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2020 kl. 17:34
Hún var aldrei heil í VG, sat þar bara af því ekkert sæti var laust í Samfylkingunni.
Ragnhildur Kolka, 17.9.2020 kl. 20:44
Sama er mér um þetta kommapakk meðan það er áhrifalaust
Halldór Jónsson, 17.9.2020 kl. 22:16
Hún sagði að hún ætlaði að starfa af krafti á Alþingi. En er nokkuð annað en launin sem hún sækist eftir á Alþingi??
Nei örugglega ekkert annað, æðsta hugsjón íslenskra komma hefur alltaf verið eigin pyngja. Rósa þessi er ekki undantekning annars myndi hún segja af sér ef hún hefði einhverja hugsjón En það hefur hún ekki.
Halldór Jónsson, 17.9.2020 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.