Fimmtudagur, 17. september 2020
Áslaug, Katrín og tilfinningafjárkúgun vinstrimanna
Vinstrimenn gerðu sér reiðibylgju á samfélagsmiðlum vegna brottvísunar gerviflóttamanna hér á landi. Í kjölfar reiðinnar reyna sumir fyrir sér með tilfinningafjárkúgun er beindist fyrst að Áslaugu dómsmálaráðherra og síðar að Katrínu forsætis.
,,Ég mun aldrei kjósa þig," er viðkvæðið gagnvart Katrínu en Áslaugu er brugðið um kaldlyndi.
Tilfinningafjárkúgunin er útrás fólks sem allt í senn er óábyrgt, stundar sjálfsefjun og þykist vita betur en aðrir hvað sé rétt og hvað rangt í stjórnmálum. Reiðibylgjan, sem reynt er að framkalla á samfélagsmiðlum, sækir kjörfylgi sitt í þennan hóp.
Merkilegast er að allur þorri þessa fólks er vinstrimenn.
Athugasemdir
Ofstækiskonan Sema Erla er dæmigerður tilfinningaterroristi sem veður uppi og talar eins og hún sé fulltrúi fyrir stóra þjóðfélagshópa.
Halldór Jónsson, 17.9.2020 kl. 12:45
Óregla foreldra en aðallega föðurleysi er uppskrift að hysterískri vinstri pólitík. Í ónefndum samtökum er fólki kennt að hætta að bera ábyrgð á aðstandendum / heiminum. Meðvirkni er oft sjúkleg stjórnsemi sem getur náð langt, langt út fyrir heimilið.
Á Íslandi er alkóhólismi þjóðarböl sem fer illa með börn. Það skiptast á vondir og góðar dagar. Börnin eru ýmist ofsakvíðin, skelfingu lostinn eða loka allt af, þegar óreglufárið gengur yfir, en svo fellur allt í ljúfa löð á heimilinu. Þá er stundum dekrað við börnin til að bæta fyrir skelfinguna sem þau upplifðu. Það er alltaf verið að koma með hvolp eða kettling til að bæta fyrir grimmdina.
Við eigum að treysta íslenskum læknum, embættismönnum, stjórnmálamönnun og útlendingastofnun sem ekki er fyllibyttan okkar, ekki sá sem beitti okkur ofbeldi né sá sem gleymdi afmælisdögunum okkar. Við skulum njóta þess að vera þegnar þessa góða lands sem við þekkjum en jafnframt að veita stjórnvöldum gott aðhald og gefa ekkert eftir - en án reiða barnsins. Við þurfum ekki vöggustofusamfélag til að koma böndum á tilinningaóreiðuna
Benedikt Halldórsson, 17.9.2020 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.