Mánudagur, 14. september 2020
Hópreiði, Jón Steinar og Björn Leví
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar um hóphyggju í Mogga dagsins. Einkenni hóphyggju er að einstaklingar móta sér skoðanir til að þóknast hópnum er þeir vilja tilheyra.
Skoðanir verða í auknum mæli til á samfélagsmiðlum, oft í samstarfi við fjölmiðla, og fara eins og logi yfir akur. Áður en nokkur veit af blasir við sviðin jörð rétttrúnaðar hóphugsunar þar sem málefni og staðreyndir liggja eins og hráviði út um allt.
Björn Leví þingmaður Pírata útskýrir í leiðaraopnu sama Mogga hvernig á að hrinda úr vör bylgju hóphugsunar. Aðferðina kallar þingmaðurinn ,,réttláta reiði." Hún byggir á öfund og útúrsnúningum, að telja fólki trú um að það hafi það skítt af því aðrir sitji yfir hlut þess. Ásakanir um spillingu krydda reiðina og gera hana réttláta.
Afleiðingin verður hópreiði er skilar sumum auknum þingstyrk en veldur annars leiðindum í samfélaginu.
Athugasemdir
Athyglisverð mynd á Netflix um þetta sem heitir The social dilema.
NonniV, 14.9.2020 kl. 07:50
Fyrir hvaða hagsmuni situr þessi Leista Björn á þingi yfirleitt. Hann veldur bara kostnaði og töfum. Það er skömm að honum og öllu sem hann hefur komið nálægt í pólitík.
Halldór Jónsson, 14.9.2020 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.