Sunnudagur, 13. september 2020
Guð, eins og hann hentar mér
Menning er að gera hlutina vel, sagði Þorsteinn heitinn Gylfason heimspekingur. Gildir líka um trúarmenningu.
Guð, ef hann er til, hlýtur að eins í fyrndinni og hann er í dag. Allir, sem á annað borð gefa því gaum, vita þó að guðsskilningur er ólíkur frá einum tíma til annars.
Sérhver einstaklingur hefur fullan rétt að trúa á sinn guð. Aftur er ætlast til af stofnun sem treyst er fyrir kristni, þjóðkirkjunni, að hún reyni að gera hlutina vel.
Þjóðkirkjunni er nokkur vorkunn. Gildismat virðist meira á reiki en oft áður. Vestræn kristin menning er í stríði við sjálfa sig. Sumir hópar, háværir í meira lagi, telja vestræna kristni ógeð kvenhaturs hvítra miðaldra karlmanna er sitja yfir hlut minnihlutahópa og freista þess sí og æ að gera vonda hluti verri.
Aðrir hópar í yfirstandandi stríði, yfirleitt lágværir íhaldsmenn, segja vestræna kristna menningu þá skástu sem völ er á. Í skjóli þessarar menningar þrífst meira persónufrelsi en sögur fara af; ríkir meiri hagsæld og velferð en dæmi eru um fyrr og síð. Lágværa íhaldsfólkið tekur vara á fyrirmyndarríkinu, hvort heldur það sé kennt við guð eða veraldlega isma. Innbyggt í allar manngerðar áætlanir um fyrirmyndarríkið er andstæðan; martröð sem hefur birst okkur með kennileitum eins og Auschwitz og Gúlaginu.
Þjóðkirkjan vill taka þátt í menningarstríðinu, sem er ekkert ýkja vel ígrundað, og tekur sér stöðu með þeim hópum er telja kristna vestræna menningu meira og minna hörmulega sögu valdníðslu.
Guð er, samkvæmt þjóðkirkjunni, hvað hver og einn vill. En mestu skiptir þó að hann sé alls ekki neitt í námunda við það að vera miðaldra hvítur karlmaður.
En guð sjálfur í öndverðu stal glæpnum frá íslensku þjóðkirkjunni. Hann lét son sinn eingetinn deyja á krossinum um þrítugt. Jesú var unglingur við andlátið. Engum sögum fer af kynskiptaaðgerð guðsbarnsins eða að það hafi brutt hormón til að láta sér vaxa brjóst. Það er seinni tíma verk fólks er vill vel en gerir illt. Eins og þeir einatt gera sem trúa á jarðneskt fyrirmyndarríki.
Augljóst að myndin hefur sært marga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"GUÐ" gamla-testamentisins fordæmir samkynhneigð í
BIBLÍUNNI /HEILAGRI RITNINGU: 3.Mos.20:13. --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
KRISTIN TRÚ fordæmir samkynhneigð/kynskiptinga
í hinu ljósbláa
NÝJA-TESTAMENTI á bls. 273.
="Farið nú og gjörið allar þjóðir heims að lærisveinum mínum". (Kristur).
Jón Þórhallsson, 13.9.2020 kl. 11:16
"GUÐ" hlýtur alltaf að vera eitthvað stærra og meira
en bara einn líkamlegur meistari sem að hafi fæðst í Betlehem:
https://www.youtube.com/watch?v=xlZuw8qnXcM&feature=emb_logo&fbclid=IwAR2lizb86tn3TpIE5z-PZXOk88S9dF8qcW_gxkZ2PozI95YCOaupTZwELMk
Jón Þórhallsson, 13.9.2020 kl. 11:44
Takk Páll.
Góður pistill.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.9.2020 kl. 12:07
Já, góður pistill.
Benedikt Halldórsson, 13.9.2020 kl. 12:57
Pétur Markan vill að Þjóðkirkjan taki utanum okkur sem erum sár eftir síðustu yfirhalninguna á Jesú.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.9.2020 kl. 13:05
"Að undirstrika fjölreytileikann"? Er það nú afsökun! Ætti guð ekki að vera eins í dag og í fyrndinni,segir í pistli Páls.Góðir teiknarar geta undirstrikað aðal einkenni stjórnmálamanna sem er ætlað til gamans,en að geifla svona mynd af kristi ætlaða börnum sunnudagaskólans, skal hvorki prestur né biskup segja mér að sé nauðsynleg i því augnamiði að minna börn á margbreytileika lífsins,--(oft afar íþyngjandi).
Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2020 kl. 13:45
Er ekki Jesús Kristur frumkvöðull kvenréttinda í heiminum? Enda þótt allir postularnir væru karlmenn, þá voru konur jafnan í fylgd með honum.
Ef ég man rétt, þá eru fleiri tilvitnanir í N.T. þar sem Jesús talar við konur heldur en við karla. Sagði hann ekki við Mörtu, sem var að "stússast í eldhúsinu(?)", að það sem María valdi væri betri kostinn.
Kristur mun þýða "hinn smurði". Var það ekki kona sem hellti ilmolíu yfir höfuð Jesú og "smurði" hann? (Ekki veit ég hvort guðfræðingar samþykkja þessa túlkun).
Voru það ekki konur sem fylgdu honum síðasta spölinn að krossinum og voru það ekki konur sem sáu hann fyrst upprisinn?
Fyrsti Evrópubúinn sem skírðist var kona, og kristnar ambáttir áttu lítt þekktan en stóran þátt í að innræta börnum kristna trú.
Án tilstuðlan kvenna hefði kristnin aldrei orðið til.
Hörður Þormar, 13.9.2020 kl. 13:53
Já, fín grein.
Já. 6Ég, Drottinn, hefi ekki breytt mér, og þér, Jakobssynir, eruð samir við yður. 7Allt í frá dögum feðra yðar hafið þér vikið frá setningum mínum og ekki gætt þeirra. Snúið yður til mín, þá mun ég snúa mér til yðar - segir Drottinn allsherjar.- Malakí 3:6,7
8Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. 9Látið ekki afvegaleiða yður af ýmislegum framandi kenningum. - Hebreabréfið 13:8,9
20Getur maðurinn gjört sér guði? Slíkt eru engir guðir!- Jeremía 16:20
Ef þetta er afstaða þjóðkirkjunnar, þá er hún ekki lengur í kristniboði, heldur viðfangsefni kristniboðs. Þ.e. hún er sjálf orðin akurinn, svæði þar sem það þarf að boða fagnaðarerindið.
Theódór Norðkvist, 13.9.2020 kl. 13:54
Fínn pistill. Guðlaun.
Guðjón E. Hreinberg, 13.9.2020 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.