Mánudagur, 31. ágúst 2020
Ísland: hörmungar eða stórslysi afstýrt?
Ísland er í efnahagskreppu, samkvæmt hagtölum. En Ísland er miklu betur statt efnahagslega og félagslega en allur þorri Evrópuríkja.
Hvort er glasið hálffullt eða hálftómt?
Farsóttin sem leggur efnahagskerfi í rúst og veldur pólitískum óstöðugleika er óútreiknanleg. Enginn veit hvort ástand farsóttar varir í tvo mánuði til viðbótar eða tvö ár.
Sumir skríða undan steini og segja stjórnvöld ekki hafa ,,framtíðarsýn" í farsóttarmálum. Halló Hafnarfjörður, enginn veit, hvorki í Moskvu, Reykjavík, Brussel, París eða Berlín hvaða stefnu kórónuveiran tekur. Langtímaaðgerðir eru skot út í loftið.
Bjartsýni er til muna huggulegra viðhorf en botnlaus svartsýni. Glasið er hálffullt.
Tölur sem aldrei hafa sést áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enda er enginn umræða um það hjá neinum á Íslandi að verið sé að senda reikninginn á barna baran börnin líkt og t.d. í Danmörku
https://www.bt.dk/forbrug/kaempe-milliardregning-paa-vej-til-danskerne-skal-det-vaere-skattestigninger-eller
Grímur Kjartansson, 31.8.2020 kl. 14:27
Afburða túlkun á efnahagsglundri ráðamanna --allt eins --
Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2020 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.